Maður misnotaði stúlkur í Reykjahlíð 16. september 2010 03:00 Kynntu niðurstöður - Vistheimilanefnd undir forystu Róberts Spanó kynnti niðurstöður annarrar áfangaskýrslu sinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Stefán Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira