Flokksvél Sjálfstæðisflokksins opnuð Svavar Gestsson skrifar 23. nóvember 2010 06:15 Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öflugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merkingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokksskrifstofunnar varðandi upplýsingar (atvinnurk o fl)." Mega það teljast athyglisverð orð." Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurekendur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúlan 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thoroddsen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystusveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosningunum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæmakjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 handsalar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars - ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu menn en sósíalistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykjavíkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öflugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merkingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokksskrifstofunnar varðandi upplýsingar (atvinnurk o fl)." Mega það teljast athyglisverð orð." Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurekendur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúlan 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thoroddsen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystusveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosningunum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæmakjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 handsalar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars - ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu menn en sósíalistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykjavíkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun