Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka á Aftureldingu Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2010 21:10 Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita