Gylfa skorti tíma til að kynna sér málið 20. ágúst 2010 05:45 Gylfi Magnússon Viðskiptaráðherra biðst velvirðingar á því að þurft hafi að leiðrétta orð hans í viðtali RÚV. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki hafa haft nægan tíma að kynna sér feril minnisblaðamálsins þegar hann sagði í Kastljósþætti RÚV, 10. ágúst, að þann 1. júlí hefði hann ekki vitað af vinnu Seðlabankans um lögmæti gengistryggingar. „Fyrir viðtalið við Kastljós 10. ágúst hafði ég aðeins skamman tíma til að kynna mér feril málsins vorið og sumarið 2009 en sú tímalína skýrðist betur eftir því sem leið á vikuna,“ segir Gylfi í tölvupósti. Ráðherrann var munnlega upplýstur seint í júní um að Seðlabankinn hefði látið Lex vinna minnisblað um verðtryggingu. Hann segir að þetta hafi verið kynnt fyrir honum þannig að þau væru lögleg en álitamál væri hvort „sum myntkörfulán“ væru þess háttar lán eða ekki. „Það sem Sigríður Logadóttir bætti við frá Seðlabankanum ber ekki á góma sérstaklega fyrr en um haustið, líklega í ágúst,“ segir Gylfi. Minnisblað Sigríðar fjallar mestanpart um að bannað sé að gengistryggja krónulán. Minnisblað Lex fjallar um heimildir til verðtryggingar í íslenskum krónum. Á RÚV sagði Gylfi að Seðlabanki Íslands þyrfti að svara fyrir það „mjög óvenjulega fyrirkomulag“, að upplýsingarnar voru ekki kynntar fyrir ráðherrum: „Ég frétti ekki af þessari skoðun eða þessari vinnu Seðlabankans fyrr en allnokkru eftir 1. júlí og í raun og veru sá ég ekki þessi álit fyrr en eftir að þau voru gerð opinber núna fyrir örfáum dögum,“ sagði hann þar, 10. ágúst. Þann 14. ágúst sagðist Gylfi svo hér í blaðinu engu hafa verið leyndur, heldur verið fyllilega upplýstur um gang mála. „Ég var upplýstur um hina lagalegu stöðu með minnisblaði ráðuneytisins og þessi óvissa var undirstrikuð í minnisblöðunum öllum, sem aðeins dómstólar geta leitt til lykta. Hina lagalegu óvissu ítrekaði ég um vorið í viðtölum við fjölmiðla, í þinginu í júlí og margoft síðan,“ segir ráðherra. Sem þekkt er hefur Gylfi beðist velvirðingar á svari sínu við fyrirspurn á Alþingi 1. júlí um gengistryggð lán. Spurður hvort hann telji ástæðu til að biðja til dæmis Seðlabanka eða almenning afsökunar vegna ummælanna í Kastljósinu segir hann það „sjálfsagt að biðja alla þá sem málið varðar velvirðingar á því að leiðrétta þurfti upplýsingar sem áður komu fram, eftir að fyllri mynd gafst af atburðarásinni“. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira