Grétar Mar Jónsson: Ríkisstjórnin í gildru LÍÚ 3. maí 2010 09:12 Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands er að ganga í gildru LÍÚ varðandi veiðiráðgjöf í þorski og öðrum tegundum. LÍÚ er með meirihluta í stjórn Hafró, þeir eiga þar þrjá fulltrúa af fimm og hafa alltaf ráðið því sem þeir hafa viljað ráða hjá stofnuninni.LÍÚ hefur ávallt lagt blessun sína yfir togararallið, þótt það sé almennt talið illa til þess fallið að mæla stærð fiskistofna.Togararallið í ár er eins og pantað fyrir LÍÚ, sem vill ekki láta auka aflaheimildir í þorski af ótta við að það yrði gert með sama og með skötuselskvótann; að ríkið úthluti ekki til LÍÚ- manna heldur leigi aukakvótann beint út. Skipstjórnarmenn um allt land eru sammála um það að það sé óhætt að veiða meira af þorski en nú er gert. Margir telja að aukning um 100-150 þúsund tonn myndi ekki skaða stofninn. Samkvæmt gögnum Hafró væri þorskstofninn enn að stækka, þó svo að til kæmi 50.000 tonna aukning í veiðum.Það þarf að endurskoða öll vinnubrögð Hafró. Það þarf að fá erlenda fiskifræðinga, sem hafa rannsakað fiskgengd í Barentshafi, til að gera úttekt á Íslandsmiðum með sömu aðferðafræði og notuð er þar. Í Barentshafi hefur verið veitt umfram tillögur vísindamanna í áratugi, án þess að það hafi haft áhrif á stofnstærð, nema ef síður væri.Það hefur alltaf vakið furðu mína síðan það var staðfest að það eru margir þorskstofnar á Íslandsmiðum að menn skuli treysta sér út frá vísindalegum forsendum að úthluta einni heildartölu í alla þessa stofna. Segir það mér margt um vinnubrögð Hafró. Það er líka með ólíkindum að svokallaðir vísindamenn skuli úthluta kvóta í tonnum án tillits til meðalþyngdar á veiddum fiski.Það þarf að innleiða nýja hugsun og ný vinnubrögð hjá Hafró. Vinnubrögð Hafró geta vart talist vera vísindaleg, heldur virðast þau til þess fallin að þjóna sérhagsmunum frekar en heildarhagsmunum þjóðarinnar.Það er full ástæða til þess að stofna rannsóknarnefnd til að fara yfir vinnubrögð Hafró og tengsl stofnunarinnar við LÍÚ. Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir ríkisins séu ekki undir valdi sérhagsmunahópa sem hafa það eitt að markmiði að tryggja eigin hagsmuni á kostnað heildarhagsmuna.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar