Mikilvæg vitneskja um eldvirkni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2010 06:30 Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar