Engin örvænting þrátt fyrir áföll 29. mars 2010 14:03 Sebastian Vettel hefur misst af tveimur mögulegum sigrum í fyrstu tveimur mótum ársins. Nordicphotos/Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi. Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að engin örvænting sé hjá liðinu þó tæknilegar bilanir hafi í tvígang stöðvað framgöngu Sebastian Vettel á leið í fyrsta sæti í fyrstu tveimur mótum ársins. Í fyrsta mótinu bilaði kerti í vélarsal og hann féll úr fyrsta sæti í fjórða og um helgina bilaði bremsukerfið og Vettel endaði út í malargryfju. "Það er engin örvænting, keppnistímabilið er langt. Við vitum að við erum með hraðskreiðan bíl. Ég vil heldur hafa hraðan bíl en hægan. Við höfum tvisvar náð besta tíma í tímatökum og ættum að vera með 50 stig, en Vettel er með 12. Það er langt eftir af mótinu og margt á eftir að gerast", sagði Horner á vefsíðu Autosport í dag. "Vettel treystir bílnum og var fljótur alla helgina. Því miður hafa tæknileg vandamál kostað hann sigurinn, en hann verður sterkur á ný um næstu helgi. Við erum heldur svekktir að ná fyrsta og öðru sæti í tímatökunni og ná aðeins 2 stigum í mótinu. Við höfum það veganesti að við erum með öflugan bíl og vinnum að því að leysa vandamálin." Horner sagði að bremsubilunin í bíl Vettels hafi aldrei gerst áður og að önnur lið eigi eftir að lenda í vanda á tímabilinu og að hann telur að Red Bull verði sterkt í Malasíu um næstu helgi.
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira