Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:00 Einar Örn Jónsson. Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn