Albanía skömmuð enn á ný Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. júlí 2010 06:00 Eitt af því góða sem efnahagshrunið hafði í för með sér er að nú er Íslendingum tamara en áður að mótmæla. Hegðun sem hingað til var að mestu bundin grasrótarsamtökum þykir nú sjálfsögð fólki úr öllum þrepum samfélagsstigans. Það er hins vegar lykilatriði að mótmælin beinist gegn réttum aðila. Ef á að öskra sig hásan gegn óréttlæti er betra að öskra á orsakavald þess óréttlætis. AGS er með sendifulltrúa hér á landi og fylgist með því að eftir efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda sé farið. Skiljanlega líkar það ekki öllum; ekki þarf annað en að skoða söguna til að sjá að sjóðurinn vinnur ekki eintóm gustukaverk. Hann starfar eftir ströngum lögmálum frjálshyggjunnar og lönd víða um heim hafa þurft að laga sig að þeim reglum, vilji þau fá aðstoð. Í þessu samhengi er hins vegar rétt að rifja það upp að sjóðurinn er hér að ósk Alþingis Íslendinga og í samvinnu við ríkisstjórnina. Það var ekki svo að stjórnendur hans fengju þá góðu hugmynd að skjótast til Íslands og taka til í efnahagsmálum þarlendra, þeir brugðust við beiðni um samstarf og aðstoð. Líki mönnum ekki það samstarf, er eðlilegra að beina mótmælum sínum að hugmyndasmiðnum að baki samstarfinu; íslenskum stjórnvöldum. annars er AGS fyrirtaks ljóti kall. Að honum er hægt að beina reiði sinni vegna ýmissa hluta og oft með réttu. Nefna má málefni Magma í því skyni. Þar eru undirliggjandi stórmál um eignarhald auðlinda og óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki gert neitt í fyrr en of seint er í rassinn gripið. Íslendingar reyna nú á eigin skinni það sem þeir hafa reynt að gera öðrum í gegnum orkuútrásina. Þar lágu auðlindir annarra þjóða undir. Á síðustu árum hefur allt verið á sömu bókina lært; einkavæðing var það heillin. Það tókst Íslendingum án AGS. Þar gengu stjórnvöld óstudd og fengu stuðning í hverjum kosningum á fætur öðrum, bæði í landsstjórn og hjá sveitarfélögum. Þetta eru því trauðla framandi hugmyndir. Núverandi stjórnvöld hafa síðan lítið gert til að vinda ofan af þessu. Þegar Sovétríkin vildu gagnrýna kínversk stjórnvöld brugðu þau á það ráð að skamma Albaníu. Þeir sem standa nú vaktina fyrir utan skrifstofu sendifulltrúa AGS og skamma hann hæst í fjölmiðlum ættu kannski að minnast þessa og snúa skömmum sínum að íslenskum stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun
Eitt af því góða sem efnahagshrunið hafði í för með sér er að nú er Íslendingum tamara en áður að mótmæla. Hegðun sem hingað til var að mestu bundin grasrótarsamtökum þykir nú sjálfsögð fólki úr öllum þrepum samfélagsstigans. Það er hins vegar lykilatriði að mótmælin beinist gegn réttum aðila. Ef á að öskra sig hásan gegn óréttlæti er betra að öskra á orsakavald þess óréttlætis. AGS er með sendifulltrúa hér á landi og fylgist með því að eftir efnahagsáætlun sjóðsins og stjórnvalda sé farið. Skiljanlega líkar það ekki öllum; ekki þarf annað en að skoða söguna til að sjá að sjóðurinn vinnur ekki eintóm gustukaverk. Hann starfar eftir ströngum lögmálum frjálshyggjunnar og lönd víða um heim hafa þurft að laga sig að þeim reglum, vilji þau fá aðstoð. Í þessu samhengi er hins vegar rétt að rifja það upp að sjóðurinn er hér að ósk Alþingis Íslendinga og í samvinnu við ríkisstjórnina. Það var ekki svo að stjórnendur hans fengju þá góðu hugmynd að skjótast til Íslands og taka til í efnahagsmálum þarlendra, þeir brugðust við beiðni um samstarf og aðstoð. Líki mönnum ekki það samstarf, er eðlilegra að beina mótmælum sínum að hugmyndasmiðnum að baki samstarfinu; íslenskum stjórnvöldum. annars er AGS fyrirtaks ljóti kall. Að honum er hægt að beina reiði sinni vegna ýmissa hluta og oft með réttu. Nefna má málefni Magma í því skyni. Þar eru undirliggjandi stórmál um eignarhald auðlinda og óskiljanlegt að stjórnvöld hafi ekki gert neitt í fyrr en of seint er í rassinn gripið. Íslendingar reyna nú á eigin skinni það sem þeir hafa reynt að gera öðrum í gegnum orkuútrásina. Þar lágu auðlindir annarra þjóða undir. Á síðustu árum hefur allt verið á sömu bókina lært; einkavæðing var það heillin. Það tókst Íslendingum án AGS. Þar gengu stjórnvöld óstudd og fengu stuðning í hverjum kosningum á fætur öðrum, bæði í landsstjórn og hjá sveitarfélögum. Þetta eru því trauðla framandi hugmyndir. Núverandi stjórnvöld hafa síðan lítið gert til að vinda ofan af þessu. Þegar Sovétríkin vildu gagnrýna kínversk stjórnvöld brugðu þau á það ráð að skamma Albaníu. Þeir sem standa nú vaktina fyrir utan skrifstofu sendifulltrúa AGS og skamma hann hæst í fjölmiðlum ættu kannski að minnast þessa og snúa skömmum sínum að íslenskum stjórnvöldum.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun