Býr til myndrænar óperur 30. september 2010 12:15 kraftur Hrafnhildur hrífst af kraftinum í iðrum jarðar og nýtur þess að vinna á gráa svæðinu milli listgreinanna. Hér er hún við uppsetningu eins verka sinna á Liverpool-tvíæringnum.fréttablaðið/kjartan Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is Lífið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir sýnir verk sín á Liverpool-tvíæringnum, einni stærstu myndlistarhátíð Vestur-Evrópu. Undanfarið hefur hún unnið mikið með hár og eld, sem eru ráðandi í innsetningu hennar í Bítlaborginni. „Ég hafði heyrt mjög mikið um þessa virtu hátíð og var því mjög ánægð þegar mér var boðið að vera með. Ég setti til að mynda upp einkasýningu í London á síðasta ári og þar á bæ þótti fólki mikið til þess koma að ég tæki þátt í Liverpool-tvíæringnum," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona, sem einnig gengur undir nafninu Shoplifter, en þessa dagana sýnir hún verk sín á einni stærstu nútímalistahátíð í Vestur-Evrópu. Innsetning Hrafnhildar er til húsa í Novas-center menningarsetrinu, en þar sýna listamenn frá löndum á borð við Palestínu og Litháen verk sín, auk þess sem öll Norðurlöndin eiga sína fulltrúa á hátíðinni í svokölluðum Norðurlandaskála. List Hrafnhildar verður til sýnis fram í desember og á þeim tíma munu fjöldamargir listunnendur leggja leið sína í húsið, enda hátíðin afar vinsæl víða um heim. Hrafnhildur lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og flutti árið eftir til New York, þar sem hún stundaði mastersnám í myndlist og hefur alið manninn síðan. „Ég er mjög lánsöm því þar er ég með vinnustofu og hef getað sinnt listinni og sýnt mjög mikið. Bæði hef ég verið með einkasýningar víða um heim og einnig tekið þátt í samstarfsverkefnum og fleiru, svo það er alltaf nóg að gera. Svo vann ég líka hárskúlptúr sem Björk Guðmundsdóttir var með á umslagi plötu sinnar Medúlla, sem var mjög skemmtilegt," segir Hrafnhildur. Eiginmaður Hrafnhildar er pólskur og eiga þau tvö börn. „Við förum til Íslands og Póllands á sumrin og þetta er mikið ævintýri." Að undanförnu hefur Hrafnhildur unnið mikið með eld og hár, sem eru ráðandi í innsetningu hennar á tvíæringnum. „Ég reyni eftir fremsta megni að búa til hádramatísk verk sem má í raun líkja við óperur," segir listakonan. „Það er erfitt að líkja eftir eldi, en ég nýti ljósmyndir af glóð og eldi sem ég tók í Póllandi og prenta svo á gagnsæjan pappír og klippi til að ná þessum krafti úr iðrum jarðar sem ég hrífst mikið af," segir Hrafnhildur, en hún kannar einnig list- og myndræna möguleika hárs í verkum sínum og notar til þess bæði mannshár og gervihár. „Ég nýt þess að vinna á gráu svæði og fara yfir mörk listgreinanna," segir Hrafnhildur. kjartan@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira