Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 8. febrúar 2010 20:58 Árni átti góðan leik fyrir Akureyri. Fréttablaðið Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira