Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 8. febrúar 2010 20:58 Árni átti góðan leik fyrir Akureyri. Fréttablaðið Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19. Framliggjandi vörn Akureyringa var sterk í upphafi leiks þar sem vel var gengið út í skyttur Gróttu. Gestirnir vissu ekki sitt rjúkandi ráð og gátu ekkert fyrstu mínúturnar. Ef Magnús Sigmundsson, gamli jálkurinn, hefði ekki varið vel hefðu þeir lent í mun verri stöðu. Grótta skoraði fyrsta markið sitt eftir átta og hálfa mínútu og eftir tíu mínútur var staðan 5-1. Þá fengu Akureyringar tveggja mínútna brottvísun og Gróttumenn komust inn í leikinn. Þeir komust einu marki frá heimamönnum en ekki lengra. Norðlendingar gáfu aftur í og röðuðu inn mörkunum. Þeir komust í fimm marka forskot sem varð að sjö mörkum í hálfleik, 17-10 fyrir Akureyri. Árni Þór Sigtryggsson skoraði sjö mörk úr níu skotum og var frábær, Oddur var líka góður. Akureyringar skoruðu alls sjö mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Akureyringar héldu uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og komust fljótlega tíu mörkum yfir. Gróttumenn misstu allan áhuga og Anton var nánast sá eini sem reyndi. Það var skelfing að horfa upp á liðið kasta hverjum bolta á fætur öðrum frá sér og leyfa heimamönnum að valta yfir sig. Akureyri komst mest fimmtán mörkum yfir en Rúnar leyfði svo ungum strákum að spreyta sig. Þeir stóðu sig vel eins og allt liðið. Lokatölur 33-19, síst of stór sigur Akureyrar. Hörður Flóki var góður í markinu en vörnin var lykillinn að sigrinum. Oddur var góður eins og svo oft og Árni frábær í fyrri hálfleik. Það dró aðeins af honum í þeim seinni. Akureyri er þar með komið með þrettán stig en Grótta er áfram með átta.Akureyri-Grótta 33-19 (17-10)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/3 (12), Árni Þór Sigtryggsson 8 (13), Heimir Örn Árnason 4 (6), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Hreinn Þór Hauksson 2 (2), Jónatan Magnússon 2/1 (7/2), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Bjarni Jónasson 1 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Geir Guðmundsson 1 (3), Guðmundur H. Helgason 1 (3).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 18 (37) 49%. Hraðaupphlaup: 13 (Heimir 3, Árni 3, Hreinn 2, Oddur 2, Bjarni, Guðlaugur, Hörður).Fiskuð víti: 4 (Jónatan 2, Heimir, Hörður).Utan vallar: 10 mín.Mörk Grótta (skot): Anton Rúnarsson 8/3 (17), Hjalti Pálmason 5 (9), Davíð Gíslason 2 (6), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Hlöðversson 1 (1), Jón Karl Björnsson 1 (2), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 13 (27) 48%, Magnús Sigmundsson 7 (24) 29%.Hraðaupphlaup: 3 (Davíð H, Anton, Ægir).Fiskuð víti: 3 (Atli 2).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilberg Sverrisson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita