Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA 27. ágúst 2010 05:00 Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun