Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2010 13:30 Fernando Alonso. Mynd/AP Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108 Formúla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108
Formúla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira