Sveinbjörn: Fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. apríl 2010 18:35 Sveinbjörn Pétursson. Mynd/Stefán „Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí. „Þetta er hópíþrótt og vantaði fleiri til að stíga upp og sóknarlega áttum við marga inni. Mér finnst í raun ótrúlegt að við höfum náð að skora nítján mörk," bætti Sveinbjörn við. HK-menn voru lengi að finna taktinn í sókninni og var það ekki fyrr en síðustu tíu mínúturnar sem að þeir söxuðu á forskotið og náðu að jafna í kjölfarið. En Haukarnir kláruðu leikinn og segir Sveinbjörn að menn hafi vaknað alltof seint. „Það var bara of seint í rassinn gripið hjá okkur að fara vakna þá. Þeir voru kannski klaufar að vera ekki búnir að skilja ekki eftir en við fengum séns til að koma okkur inn í leikinn og gerðum það. En við vorum svo óheppnir í endan og nýttum ekki sénsinn. Sveinbjörn segir samt sem áður að sínir menn í HK geta verið ánægðir með veturinn. „Ég held að við HK-ingar getum bara verið stoltir af þessum vetri. Það bjóst enginn við neinu af okkur og flest liðin voru búin að afskrifa okkur en við bara sýndum það að við áttum helling inni. Þetta er flottur hópur og margir ungir strákar sem fengu að spila lykilhlutverk í þessu liði og leystu það mjög vel. Svo má ekki gleyma Vilhelm Gauta og Bjarka Má en þeir eru búnir að vera frábærir í vetur og ég á þeim persónulega mikið að þakka. „Við verðum fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun," sagði þessi magnaði markvörður í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
„Það er hundleiðinlegt að eiga fínan dag annan leikinn í röð en það dugar ekki," sagði Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, eftir tap gegn Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitaviðureign N1-deild karla í handbolta. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Hauka 19-21 og HK-menn eru á leið í sumarfrí. „Þetta er hópíþrótt og vantaði fleiri til að stíga upp og sóknarlega áttum við marga inni. Mér finnst í raun ótrúlegt að við höfum náð að skora nítján mörk," bætti Sveinbjörn við. HK-menn voru lengi að finna taktinn í sókninni og var það ekki fyrr en síðustu tíu mínúturnar sem að þeir söxuðu á forskotið og náðu að jafna í kjölfarið. En Haukarnir kláruðu leikinn og segir Sveinbjörn að menn hafi vaknað alltof seint. „Það var bara of seint í rassinn gripið hjá okkur að fara vakna þá. Þeir voru kannski klaufar að vera ekki búnir að skilja ekki eftir en við fengum séns til að koma okkur inn í leikinn og gerðum það. En við vorum svo óheppnir í endan og nýttum ekki sénsinn. Sveinbjörn segir samt sem áður að sínir menn í HK geta verið ánægðir með veturinn. „Ég held að við HK-ingar getum bara verið stoltir af þessum vetri. Það bjóst enginn við neinu af okkur og flest liðin voru búin að afskrifa okkur en við bara sýndum það að við áttum helling inni. Þetta er flottur hópur og margir ungir strákar sem fengu að spila lykilhlutverk í þessu liði og leystu það mjög vel. Svo má ekki gleyma Vilhelm Gauta og Bjarka Má en þeir eru búnir að vera frábærir í vetur og ég á þeim persónulega mikið að þakka. „Við verðum fúlir í kvöld en brosum kannski á morgun," sagði þessi magnaði markvörður í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira