Webber kátur, Vettel hundfúll 29. maí 2010 18:14 Sebastian Vettel, Mark Webber og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber náði besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu í röð og hefur unnið tvö síðustu mót á sannfærandi hátt. Hann er með forystu í stigamótinu ásamt Sebastian Vettel, liðsfélaga sínum sem ræsir þriðji af stað í Istanbúl kappakstrinum í Tyrklandi á morgun. Lewis Hamilton á McLaren er á mili þeirra á ráslínu ásamst Jenson Button á samskonar bíl, en Button vann mótið í fyrra. Webber er ánægður með stöðu mála. "Helgin hefur ekki verið sú auðveldasta hvað undirbúning varðar. Það bilaði vél hjá mér og það gat í raun ekki gerst á betri tíma. Á lokaæfingunni í morgun gekk skrykkjótt að undirbúa sig fyrir tímatökuna og gekk dálítið á afturfótunum, þar til koma að tímatökunni", sagði Webber á fréttamannafundi í dag. "Ég vissi að ég þyrfti að taka á öllu mínu, ekki gefast upp til að ná einhverju fram. Að lokum gekk allt upp, en mér líður ágætlega með stöðuna á ráslínu, en hraði bílsins mætti vera meiri, satt að segja. Ég er í það minnsta á réttum stað á ráslínu. Það var harður slagur um besta tíma og lítill munur á milli, en Seb (astian) var í vandræðum með sinn bíl", sagði Webber. Vettel var mjög ósáttur, þar sem Red Bull bíll hans vinstra framhjóli nokkuð oft þegar hann var að hemla og það hrekkti hann. Mátti berlega sjá á svipbrigðum hans eftir tímatökuna að hann var ekki ánægður. Vettel hefur lent í vandræðum með bíl sinn oftar en einu sinni á árinu. Hamilton var sáttur við stöðuna og hefur trú á að McLaren geti sótt á Red Bull í komandi mótum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá Istanbúl kappakstrinum kl. 11:30 á morgun.Sjá brautarlýsingu.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira