Fjórar hænur sendar fyrir dóm borgarráðs 11. nóvember 2010 06:00 Guðrún og hænurnar Þótt Hjallavegur sé í landnámi Ingólfs Arnarsonar eiga landnámshænur ekki heima í borgarlandinu frekar en aðrar hænur, segir umhverfisráð, sem synjar Guðrúnu Þuru Kristjánsdóttur um leyfi til að halda hænurnar Lukku, Grímu, Bíbí og Gæfu í bakgarðinum.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Þetta er hrikalega ömurlegt. Ég ætla að skjóta þessu til borgarráðs," segir Guðrún Þura Kristjánsdóttir, sem umhverfisráð Reykjavíkur hefur synjað um að halda fjórar landnámshænur við heimili sitt á Hjallavegi. Hænurnar Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa eru í kofa sem Guðrún notaði áður fyrir kanínur og stendur nærri íbúðarhúsinu í stórum bakgarði. Hænurnar fékk hún í ágúst í fyrra. Þær voru inni í bílskúr í fyrravetur en hafa verið í kofanum síðan í sumarbyrjun. Hænurnar komu til kasta borgaryfirvalda þegar nágranni gerði athugasemd. Skipulags- og byggingarsvið segir íslenska hefð að flokkahænsnfugla sem húsdýr. „Engin hefð er fyrir að líta á hænsnfugla sem gæludýr í skilningi laga og reglugerða," segir skipulagssviðið og mælir gegn því að hænurnar fái að vera. Umhverfis- og samgönguráð kveðst fagna því að borgarbúar vilji stuðla að sjálfbærum lífsháttum og fjölbreyttu dýralífi í borginni. „Slíkt verður hins vegar að gerast í sátt og samlyndi við aðra borgarbúa," segir ráðið og synjar Guðrúnu um leyfið með vísan til umsagnar skipulagssviðsins og til þess að „ekki virðist sátt hjá nágrönnum um hina fiðruðu íbúa". Guðrún segir alla nágrannana jákvæða nema eina konu sem hafi kvartað. „Þessi kona býr tuttugu metra hér frá. Hún þykist finna lykt í ákveðinni vindátt. Það er meiri lykt af hænsnaskít sem maður kaupir en skítnum úr mínum hænum," segir hún ósátt. Guðrún leggur áherslu á að hænurnar séu afar vistvænar. „Þær éta alla matarafganga og ég nota skítinn sem áburð. Þess utan gefa þær okkur frá einu upp í fjögur egg á dag," segir hún og undirstrikar jafnframt að þær Lukka, Gríma, Bíbí og Gæfa séu afskaplega skemmtilegar. „Þær eru bæði vinalegar og sætar og flottar svona marglitar. Dóttir mín og önnur börn elska þær og nágrannarnir gauka gjarnan að þeim matarafgöngum," lýsir Guðrún og tekur að lokum fram að lítill hávaði berist frá hænsnahópnum enda sé þar enginn hani á meðal. „Þær fara að sofa klukkan sex á kvöldin og heyrist ekki í þeim fyrr en upp úr sjö eða átta næsta morgun. Þá gagga þær dálítið fram undir hádegi ef þær eru á varptíma. Hinum nágrönnunum finnst þetta bara kósí. Manni þykir vænt um þær og þess vegna er þetta svona ömurlegt. Ég er alveg gráti næst," segir Guðrún Þura. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira