Helgi: Víkingar róa allir í sömu átt Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 07:30 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
„Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti