Endurkoma Eminem fullkomnuð 3. desember 2010 10:00 Mikið um dýrðir LL Cool J var kynnir á tilnefningarhátíð Grammy-verðlaunanna sem sýnd var í beinni útsendingu á CBS-sjónvarpsstöðinni og bregður hér á leik ásamt spjallaþáttastjórnandum Craig Ferguson. Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna. Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Marshall Mathers eða Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og verður að teljast sigurstranglegur í nánast öllum flokkum. Ungstirnið Justin Bieber á sigurinn vísan í nýliðavalinu. Mikið var um dýrðir þegar tilnefningar til Grammy-verðlauna voru tilkynntar í beinni útsendingu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frá sérstökum Grammy-tónleikum. Listamenn á borð við Katy Perry tróðu upp en rapparinn fyrrverandi og núverandi leikarinn, LL Cool J, var kynnir kvöldsins. Sem var við hæfi því annar rappari, Eminem, var stjarna kvöldsins. Eminem er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna, þar á meðal fyrir plötuna Recovery og lagið Love the Way You Lie sem hann syngur ásamt Rihönnu. Endurkoman er Eminem bæði sæt og söguleg því tíu ár eru liðin síðan hann sigraði heiminn með Marshall Mathers LP og slagarann The Real Slim Shady. Eminem er ekki eini listamaðurinn sem getur borið höfuðið hátt eftir að tilnefningarnar voru kunngjörðar. Nýliðinn Bruno Mars getur til að mynda vel við unað en hann fékk sjö tilnefningar og stórstjörnur á borð við Lady Gaga og Jay-Z voru tilnefndar til sex verðlauna, Jay-Z meðal annars fyrir hið frábæra lag Empire State of Mind sem hann syngur ásamt Aliciu Keys. Í þessum hópi er einnig kántrítríóið Lady Antebellum sem hefur selt yfir þrjár milljónir eintaka af plötu sinni Need You Now. Meðal þeirra sem hlutu fimm tilnefningar má nefna gítarhetjuna Jeff Beck, rapparann B.o.B og sálargoðsögnina John Legend. Athygli vekur að rokkdúóið The Black Keys fékk fjórar tilnefningar fyrir sína sjöttu plötu Brothers en hingað til hefur sveitin ekki verið áberandi á Grammy-hátíðinni. Nýliðavalið hefur verið spennandi undanfarin ár en flestir eru sannfærðir um að undrabarnið og táningsskrímslið Justin Bieber verði hlutskarpastur. Hvað verður kemur í ljós 13. febrúar þegar Grammy-verðlaunin verða afhent á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. freyrgigja@frettabladid.is Sigurvegari Eminem snýr aftur með stæl, hann er tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna. Meðal þeirra sem tróðu upp á Grammy voru Katy Perry og Stevie Wonder. Vinsælt tríó Lady Antebellum hefur tekið ameríska kántrímarkaðinn með trompi en tríóið eru tilnefnt til sex Grammy-verðlauna.
Lífið Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning