Er stjórnlagaþing ópíum fólksins? 22. október 2010 06:00 Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatningar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlagaþings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niðurstaða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta - kannski er ég orðin of skandinavísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurningar:Hlutverk stjórnlagaþingsSamkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og undirbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smáverkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórnarskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingiÁ að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint" persónukjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknarskýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? StjórnarskráUndirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórnarskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða - og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? FramboðEinstaklingar safna nú meðmælendum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig"-nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsendum býður fólk sig fram? Í draumalandi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gangandi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýðræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingarorlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar". Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram" (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónirMér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðislegar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjálshyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn", lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listanum í dag. Þarna sé ég að vísu nokkrar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið - eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraumum utan seilingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er búin að fara hringinn, eftir að hafa fengið hvatningar frá góðu fólki um að bjóða mig fram til Stjórnlagaþings. Mér þótti vænt um traustið sem mér var sýnt. Mér stendur heldur ekki á sama um hvernig þjóðin mín kemst út úr ógöngum kreppu á flestum sviðum þjóðfélagsins. Ég ákvað því að skoða þetta vandlega, las vef Stjórnlagaþings til að kynna mér hvað fælist í þessu, las skrif á Facebook, hlustaði á hvetjandi viðtal við Guðrúnu Pétursdóttur og las grein hennar um þetta ómetanlega tækifæri. Niðurstaða mín er sú að ég tel ekki rétt að etja sjálfri mér á foraðið. Kannski er útskýringin sú að ég hef búið lengi erlendis. Ég er vonlítil um að þetta átak skili sér. Það er svo margt losaralegt í kringum þetta - kannski er ég orðin of skandinavísk, á erfitt með íslenska kappið í stað forsjár. Hjá mér vakna margar spurningar:Hlutverk stjórnlagaþingsSamkvæmt vefnum er verkefnið að endurskoða stjórnarskrána og undirbúa lagafrumvarp um endurbætta stjórnarskrá. Hvernig á sú vinna að fara fram? Þetta er ekkert smáverkefni og verður ekki leyst á 2-4 mánuðum, hvað þá af 25-31 manns. Verður lögfrótt fólk þinginu til aðstoðar? Verður markvisst staðið að fræðslu og umræðu um hlutverk stjórnarskrár, núverandi stjórnarskrá og þá einnig í samanburði við stjórnarskrár í öðrum ríkjum? Hvernig úreldast stjórnarskrár og hvernig eru þær nútímavæddar? Fulltrúar á stjórnlagaþingiÁ að safna 25-31 fulltrúum þar sem dreifing þeirra (kyn, aldur, búseta, þjóðfélagsleg staða) er ekki hugsuð fyrir fram, heldur „blint" persónukjör látið ráða? Hvert er umboð fulltrúanna og ábyrgð? Er ekki hætta á að þeir verði leiksoppar í ferli sem þeir hafa mismunandi forsendur til að átta sig á? Er ekki hætt við að vinna þeirra verði tætt niður líkt og gerst hefur í sambandi við rannsóknarskýrsluna og ferli hennar í gegnum þingið? Og getur verið að sú reynsla fæli gott fólk frá? StjórnarskráUndirbúningur frumvarps um stjórnarskrá er margslungið ferli. Hvernig á að setja saman stjórnarskrá þjóðríkis í heimi þar sem landamæri verða æ ósýnilegri undir þéttri fuglafit alþjóðlegra laga og reglugerða - og það í landi sem er á hnjánum? Það í sjálfu sér er ögrandi verkefni og verðugt. En hverjar eru væntingar þjóðarinnar til nýrrar stjórnarskrár, og hvað eru raunhæfar væntingar? FramboðEinstaklingar safna nú meðmælendum og lýsa yfir framboði á Facebook. Allt virkar þetta frekar spontant og á „mér líkar við þig"-nótunum. En ég kem ekki auga á aðferðafræði um hvernig staðið skuli að framboði. Á hvaða forsendum býður fólk sig fram? Í draumalandi lýðræðisins sæi ég fyrir mér grasrótarhópa í kringum hvern frambjóðenda. Sá hópur ynni að framboðinu, héldi umræðunni gangandi, undirbyggi mál og kryfði þau til mergjar. Ég er vonlítil um að Íslendingar nútímans hafi tíma eða þol til að sinna slíku ferli. Konur hvetja aðrar konur til að bjóða sig fram, en bjóða sig ekki sjálfar fram. Bera fyrir sig annir og ábyrgð á öðrum vettvangi. Verða það þá aðeins lífeyrisþegar, atvinnuleitendur og einyrkjar sem geta brugðið sér frá til að sinna lýðræðistilraunum? Fólk ætti að geta tekið lýðræðisorlof, sbr. fæðingarorlof. Ég kysi að sjá skilaboð eins og „við erum hópur sem vill láta rödd sína heyrast á stjórnlagaþingi, við viljum vinna saman í baklandinu og biðjum þig um að vera fulltrúi okkar". Eða „við viljum finna út úr því hvert okkar býður sig fram" (varla tími til þess, þrír dagar til stefnu). Tvær milljónirMér finnst mjög ósmekklegt að yfirleitt sé talað um að verja megi fé í framboðið. Þakið ætti að vera 20.000, þ.e. fyrir kaffi og kleinum. Ef framboðið á að vera ólíkt öðrum framboðum á það ekki að drukkna í kaupmennsku og auglýsingaskrumi. Umræður eiga að fara fram ókeypis í ríkisfjölmiðlum og á félagsmiðlum. Vinnustöðum, skólum, sambýlum o.s.frv. Þær eiga að vera lýðræðislegar og fræðandi. Hverjir mega við því að leggja tvær millur í framboð og hafa hug á að sitja á stjórnlagaþingi? Frjálshyggjugæjar, kannski til að tryggja sér auðlindirnar, en varla „fyrsti riðillinn", lýðræðisferli höfðar ekki til þeirra. Bloggarar og kverúlantar, já, ég hef séð nokkra slíka á listanum í dag. Þarna sé ég að vísu nokkrar flottar konur, sem ég veit að eiga sér gott bakland, góða mannkosti og vinahópa þar sem málin eru sífellt krufin til mergjar. Það má vera að þetta hljómi eins og svartsýnisraus, en mér finnst nauðsynlegt að staldra við og spyrja sig óþægilegra spurninga. Ekki síst í ljósi þess hvernig allar heiðarlegar tilraunir til að reisa landið við hafa drukknað í skarkala og ólátum. Að lokum situr í mér enn ein spurning: Er stjórnmálaþing ópíum til að róa fólkið - eða er von til þess að 30 manna lýðræðistilraun hafi eitthvað að segja í öngþveiti þar sem valdaleysi einkennir þau sem valdið eiga að hafa en raunverulegt vald leynist í myrkum undirstraumum utan seilingar?
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar