Opinbera rannsókn á endurskoðendum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. desember 2010 06:00 Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þáttur endurskoðenda í bankahruninu er að stórum hluta óuppgerður. Endurskoðendur bankanna hafa verið gagnrýndir harðlega en saknæmt athæfi þeirra hefur ekki verið sannað. Álitshnekkirinn fyrir þessa stétt, sem á að vera ábyrg og grandvör, er hins vegar nokkur nú þegar. Hlutur endurskoðenda var eitt þeirra mála sem rannsóknarnefnd Alþingis vísaði áfram til saksóknara. Nefndin taldi að endurskoðendur hefðu ekki sinnt skyldum sínum nægilega við endurskoðun reikningsskila bankanna 2007 og hálfsársuppgjöra þeirra 2008, meðal annars hvað varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptavina, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. Þá hefðu þeir látið hjá líða að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart um ágalla í rekstri bankanna sem veiktu fjárhag þeirra. Í skýrslu þingmannanefndar um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni fengu endurskoðendur nýja dembu og voru meðal annars sakaðir um að bera „mikla ábyrgð á að slæmir viðskiptahættir bankanna og vanvirðing við lög og reglur hafi fengið að viðgangast". Nefndin lagði til að löggjöf um endurskoðendur yrði endurskoðuð, að undangenginni „ítarlegri úttekt" sem viðskiptanefnd Alþingis á að beita sér fyrir. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt endurskoðendum bankans, PWC, fyrir dóm í New York ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptafélögum hans. Þá hafa slitastjórn og skilanefnd Landsbankans boðað skaðabótamál á hendur sama endurskoðunarfyrirtæki. Erlendir sérfræðingar hafa unnið skýrslur á vegum sérstaks saksóknara, sem sagt hefur verið frá undanfarið, annars vegar um Glitni og hins vegar um Landsbankann. Þar er enn hert á gagnrýninni á endurskoðendurna. Áfram er það PWC sem verður fyrir gagnrýninni, en ekki er útilokað að enn eigi skýrsla um störf KPMG fyrir Kaupþing eftir að líta dagsins ljós. Viðbrögð endurskoðunarfyrirtækjanna hafa til þessa verið fremur rýr í roðinu. Stjórn Félags löggiltra endurskoðenda hefur þó ályktað að mikilvægt sé að fram fari rannsókn opinberra aðila á því hvort endurskoðunarfyrirtæki bankanna hafi sinnt starfi sínu „af kostgæfni og samviskusemi og farið að þeim lögum og endurskoðunarstöðlum sem gilda um störf þeirra". Stjórnin tók fram að áður en slík rannsókn hefði farið fram væri ekki hægt að kveða upp úr um hvort endurskoðendurnir hefðu brugðizt skyldum sínum. Þetta er rétt hjá stjórn FLE. Hins vegar geta endurskoðunarfyrirtæki, eins og önnur fyrirtæki, tapað trausti jafnvel þótt þau hafi ekki aðhafzt neitt saknæmt. Það dugir ekki að vísa til ábyrgðar stjórnenda bankanna eins og PWC á Íslandi hefur gert. Spurningin er hvort endurskoðendurnir hafi spilað með í þeirri geggjun sem við vitum nú að ríkti í íslenzka bankakerfinu undir lokin. Hið virta alþjóðlega endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen fór með í fallinu þegar Enron-spilaborgin hrundi. Þá kom fyrir ekki, þótt stjórnendur fyrirtækisins væru að lokum sýknaðir af lögbrotum í Hæstarétti Bandaríkjanna. Orðsporið var ónýtt. Meðal annars í því ljósi er rétt ákvörðun hjá PWC að bíða ekki niðurstaðna opinberrar rannsóknar, heldur að byrja að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að svara þeim ávirðingum í garð fyrirtækisins sem hafa komið fram að undanförnu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar