Rúnar: Ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0 fyrir Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 14:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira
Haukar og Valur leika í kvöld fyrsta leikinn í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta en leikurinn fer fram á Ásvöllum, hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Vísir fékk Rúnar Sigtryggsson, þjálfara Akureyrar, til þess að fara aðeins í gegnum hvernig einvígið horfir við honum. „Ég held að Haukarnir hafi betur. Þeir eru með tvo öfluga markmenn og eru bara með betra lið," segir Rúnar og segir að sóknarleikur Valsmenn þurfi að vera mun betri ef liðið ætli sér að gera eitthvað í lokaúrslitunum í ár. „Valsmenn þurfa að spila betri sóknarleik en þeir hafa verið að gera og þá eiga þeir ágætis möguleika. Þeir spila ágætis varnaleik og Hlynur hefur verið öflugur í markinu. Svo er spurningin um hvað gerist þegar menn fara að skjóta rétt á Hlyn. Þá er spurningin um hvort Valsmenn eigi nógu góðan annan markmann til þess að fylla í það skarð. Haukarnir er með besta markmanninn og svo með einn efnilegasta markmanninn líka," segir Rúnar. Rúnar hrósar markmönnum Haukaliðsins en styrkur liðsins liggur annarsstaðar líka. „Haukarnir eru fljótir fram þegar þeir vinna boltann og þeir eru með sterkar skyttur í Sigurbergi og Björgvin. Björgvin er búinn að vera að spila mjög vel seinni hluta vetrar og hann hefur dregið vagninn fyrir þá. Það verður erfitt fyrir Valsmenn að spila flata 6:0 vörn á móti þeim eins og þeir gátu leyft sér á móti okkur," segir Rúnar. Haukarnir hafa unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sjö árum og það telur Rúnar að telji í þessu úrslitaeinvígi. „Haukarnir eru með mikla sigurhefð, þeir þekkja þessa stöðu vel og vita hvað þarf til. Ég býst við því að þeir muni reyna að endurtaka það að vinna titilinn en Valsmenn hlýtur að klæja líka í að vinna eitthvað. Þeir hafa verið með mjög öflugan mannskap síðustu ár en hafa bara einu sinni tekið titilinn og hlýtur því að langa í þetta líka," segir Rúnar en hann er samt ekki bjartsýnn á Valssigur í einvíginu. „Það eru einhverjar líkur á oddaleik en ég ætla að vera leiðinlegur og spá þessu 3-0. Þetta verður erfitt fyrir Valsmenn. Haukarnir hafa væntanlega náð að undirbúa sig betur því þeir fengu tveimur dögum meira í kvöld og ættu að koma betur innstilltir inn í einvígið," segir Rúnar. „Ef Haukarnir vinna tvo fyrstu leikina þá klára þeir væntanlega þriðja leikinn á heimavelli. Ætli annar leikurinn í Vodafone-höllinni verði ekki lykilleikurinn," sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira