Alonso kjörinn sá besti af framkvæmdarstjórum keppnisliða 2. desember 2010 17:00 Kapparnir sem urðu efstir í kosningu framkvæmdarstjóra keppnisliða, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Fernando Alonso. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tímaritið Autosport stóð fyrir kosningu á besta Formúlu 1 ökumanni ársins á meðal tólf framkvæmdarstjóra keppnisliða. Kosningin var leynileg, en var birt í nýjasta eintaki tímaritsins í vikunni. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrir valinu. Framkvæmdarstjórar liðanna þurftu að gefa tíu ökumönnum stig, eins og gert er í Formúlu 1, frá 25 stigum niður í 1. Alonso fékk 9 stigum meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel, en Alonso varð fjórði í sama kjöri í fyrra.Vettel var efstur í kjöri framkvæmdarstjóra í fyrra, þó hann yrði ekki meistari. Nýliðinn Nico Hulkenberg komst í 8.-9. sæti ásamt Rubens Barrichello, en Hulkenberg er hættur hjá Wiliams liðinu og Pastor Maldonado kominn í hans stað. Niðurstaða kosningarinnar er hér að neðan, að atkvæði framkvæmdarstjóra Ferrari meðtöldu, en það kom of seint til að birtast í tímaritinu sjálfu, en birtist á vefsíðunni autosport.com. Einn framkvæmdarstjóri vildi bara velja um fyrstu þrjá ökumennina, vegna mismunar á bílum sem keppendur höfðu yfir að ráða. Stigin sem ökumenn fengu samkvæmt frétt um málið á autosport.com. 1. Alonso 229 2. Vettel 220 3. Hamilton 196 4. Webber 146 5. Kubica 129 6. Button 86 7. Rosberg 68 8-9. Hulkenberg 17 8-9. . Massa 17 10. Barrichello 11 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Tímaritið Autosport stóð fyrir kosningu á besta Formúlu 1 ökumanni ársins á meðal tólf framkvæmdarstjóra keppnisliða. Kosningin var leynileg, en var birt í nýjasta eintaki tímaritsins í vikunni. Spánverjinn Fernando Alonso varð fyrir valinu. Framkvæmdarstjórar liðanna þurftu að gefa tíu ökumönnum stig, eins og gert er í Formúlu 1, frá 25 stigum niður í 1. Alonso fékk 9 stigum meira en heimsmeistarinn Sebastian Vettel, en Alonso varð fjórði í sama kjöri í fyrra.Vettel var efstur í kjöri framkvæmdarstjóra í fyrra, þó hann yrði ekki meistari. Nýliðinn Nico Hulkenberg komst í 8.-9. sæti ásamt Rubens Barrichello, en Hulkenberg er hættur hjá Wiliams liðinu og Pastor Maldonado kominn í hans stað. Niðurstaða kosningarinnar er hér að neðan, að atkvæði framkvæmdarstjóra Ferrari meðtöldu, en það kom of seint til að birtast í tímaritinu sjálfu, en birtist á vefsíðunni autosport.com. Einn framkvæmdarstjóri vildi bara velja um fyrstu þrjá ökumennina, vegna mismunar á bílum sem keppendur höfðu yfir að ráða. Stigin sem ökumenn fengu samkvæmt frétt um málið á autosport.com. 1. Alonso 229 2. Vettel 220 3. Hamilton 196 4. Webber 146 5. Kubica 129 6. Button 86 7. Rosberg 68 8-9. Hulkenberg 17 8-9. . Massa 17 10. Barrichello 11
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira