Schumacher og Rosberg kynntir hjá Mercedes 25. janúar 2010 11:28 Rosberg og Schumacher á kynningu Mercedes á bílasafninu í Stuttgart í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes. Schumacher og Rosberg sviptu hulunni af nýja ökutæki Mercedes og litaval bílsins er sögð blanda af gömlum og nýjum tíma. Bíllinn verður notaður í fyrsta skipti á æfingum þann 1. febrúar í Valencia á Spáni. Litur framendans á að minna á Silver Arrows bíla Mercedes frá árinu 1934. "Ég ar algjörlega í fasa við það sem er að gerast og fullur eldmóðs. Mér finnst þetta eins og nýtt upphaf fyrir mig og verðum í góðri stöðu að berjast um meistaratitilinn. Ég mun persónulega blása til sóknar. Ég get ekki beðið eftir því að tímabilið hefjist að að keyra með þriggja arma stjörnuna á hjálmi mínum", sagði Schumacher. Rosberg er þýskur eins og Schumacher segist stoltur að aka fyrir hið sögufræga Mercedes merki. "Ég er búinn að verja miklum tíma með starfsmönnum Mercedes upp á síðkastið, bæði véladeildinni í Bretlandi og í Þýskalandi. Vonandi tekst mér að endurgjalda Mercedes traustið með góðum árangri á brautinni á árinu", sagði Rosberg. Nobert Haug hjá Mercedes hefur verið stjóri Formúlu 1 armsins lengi og Mercedes vinnur áfram með McLaren, en Haug er stoltur að því að Mercedes hefur stofnað eigiið lið að auki. "Þetta verður eitt stærsta verkefni Mercedes í 100 ára sögu fyrirtækisins og hlakkar till samstarfsins við Schumacher og Rosberg. Við munum takast við verkefnið af festu og einurð með Ross Brawn og Nick Fry, eftir gott samstarf í fyrra", sagði Haug, en Brawn varð meistari í fyrra og Mercedes keypti upp liðið.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira