Ólafur tekur drottningu fram yfir Vigdísi 15. apríl 2010 08:00 Forsetinn og eiginkona hans ætla að vera í danskri afmælisveislu á meðan Vigdís Finnbogadóttir fagnar áttræðisafmæli sínu í Háskólabíói. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg Lífið Menning Tengdar fréttir Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður ekki viðstaddur afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur sem fram fer í Háskólabíói í dag og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Hann ásamt konu sinni, Dorrit Moussaieff, var búinn að lofa sér í tveggja daga afmælisveislu til heiðurs Margréti Þórhildi Danadrottningu sem verður sjötug á föstudaginn. Ólafur og Vigdís eru einu forsetar íslenska lýðveldisins sem enn eru á lífi en þess verður jafnframt minnst að þrjátíu ár verða liðin síðan Íslendingar kusu, fyrstir allra þjóða, konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að áralöng hefð sé fyrir því að norrænir þjóðhöfðingjar sæki svona boð eins og afmæli Margrétar Þórhildar. „Afmælisboð Margrétar kom fyrir hálfu ári síðan og það var ákveðið að taka því," útskýrir Örnólfur og bætir við að svipað hafi verið upp á teningnum fyrir tíu árum. Þá fagnaði danska þjóðin sextugsafmæli Margrétar með glæsibrag um leið og Íslendingar héldu upp á sjötugsafmæli Vigdísar. „Honum þykir þetta hins vegar afar leitt að nú, eins og fyrir tíu árum, skuli afmæli þessara tveggja leiðtoga rekast á en við því er ekkert að gera," segir Örnólfur. - fgg
Lífið Menning Tengdar fréttir Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33 Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Afmæli Danadrottningar í uppnámi vegna eldgossins "Við lokum á alla, líka þá með blátt blóð í æðum," segir Søren Hedegaard Nielsen, upplýsingafulltrúi Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. 15. apríl 2010 11:33
Afmæli drottningar: Dorrit mætt en Ólafur strand Afmælisveisla Danadrottningar gæti verið í töluverðu uppnámi sökum öngþveitis sem skapast hefur á flugvöllum Evrópu vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff hafa þegið boð Margrétar drottningar um að taka þátt í hátíðarhöldunum en Ólafur hefur hins vegar ekki komist til Danmerkur frekar en aðrir flugfarþegar í morgun. 15. apríl 2010 11:42