Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2010 20:56 Jón Heiðar Gunnarsson skartaði huggulegri mottu í leiknum í kvöld. Mynd/Valli FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira
FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjör: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Sjá meira