Vituð ér enn… Sverrir Hermannsson skrifar 30. júní 2010 06:45 Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi. Fjármálaöngþveitið á Íslandi er heimatilbúið. Það á upphaflegar rætur sínar að rekja til kvótakerfisins og er frábæra lýsingu á þeim ófarnaði að finna í grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu 26. apríl sl. þar sem hann segir: „Ósköpin hófust með kvótakerfinu. Þá fylltist allt af peningum sem voru ekki til, frá mönnum sem höfðu aflað þeirra með því að selja það sem þeir áttu ekki: óveiddan fisk." Og nú biðja framsóknarmenn grátandi afsökunar á andvaraleysi sínu svo ekkasogin heyrast víða vegu. Hinn 2. nóvember 1999 birtist í Morgunblaðinu grein eftir höfund þessa greinarkorns, sem hófst á eftirfarandi þremur málsgreinum: „Íslendingar standa nú andspænis spánnýjum köldum staðreyndum. Nýrri umturnan í fjármálakerfi þjóðarinnar, sem engan hefði órað fyrir í upphafi þessa áratugs. Byltingu, sem ná mun fullri fótfestu innan örfárra ára ef þjóðin uggir ekki að sér og veitir núverandi ráðamönnum áframhaldandi brautargengi. Eignatilfærslan í þjóðfélaginu er með ógnarlegri hætti en orð fá lýst. Og allt undir falsyrðum um einkavæðingu, hagræðingu, frelsi til athafna og frjálsa samkeppni. Lunginn úr þjóðarauðnum er afhentur örfáum mönnum gefins. Dæmi eru um að einu fyrirtæki hafi verið afhentar fiskveiðiheimildir fyrir 26.000.000.000.- tuttuguogsexþúsundmilljónirkróna - gefins. Þessir og aðrir gjafþegar ríkisvaldsins eru nú mættir með gripdeildina að kaupa fyrir banka og önnur verðmæti í eigu alþjóðar, sem stjórnvöldum eru nú útbær í anda frjálshyggjunnar - ógeðfelldustu auðhyggju, sem yfir þjóðir hefur riðið." Þess verður nú freistað um sinn að draga ábyrgðarmenn Hrunsins fram í dagsljósið og sýna fram á hvert hald afbrotamönnum er í andvaraleysiskjökri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar