Stjórnin handbendi heilbrigðisráðherra - fréttaskýring 20. ágúst 2010 06:00 Umskipti Heilbrigðisráðherra ákvað að skipta út öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands á dögunum. Fá fordæmi eru fyrir slíku, en ráðherrann er fyllilega innan ramma laganna að mati stjórnsýslufræðings. Fréttablaðið/Vilhelm Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Er eitthvað athugavert við að heilbrigðisráðherra hafi skipt stjórn Sjúkratrygginga Íslands út á einu bretti? Heilbrigðisráðherra getur samkvæmt lögum um Sjúkratryggingar Íslands skipt út stjórn stofnunarinnar hvenær sem honum sýnist, segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í stjórnsýslufræðum. Í lögunum eru engin ákvæði um að stjórnarmenn séu skipaðir til ákveðins tíma, segir Gunnar Helgi. Ráðherra geti þannig skipt um stjórnarmenn hvenær sem honum sýnist. Við það bætist að ekki sé tilnefnt í stjórnina, og því ráðherrans að handvelja stjórnarmenn sem hann treystir til starfans. „Löggjafinn hefur ákveðið að gefa ráðherranum mjög víðtækt vald yfir stjórn stofnunarinnar,“ segir Gunnar Helgi. „Ég get ekki séð annað en að lögin geri ráð fyrir því að stjórnin sé handbendi ráðherra.“ Gunnar segir að miðað við þetta sé ekkert óeðlilegt við að nýr ráðherra skipti út öllum stjórnarmönnum á einu bretti, sjái hann ástæðu til þess. Það gerði Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra einmitt um miðjan ágúst, eins og fjallað hefur verið um í Fréttablaðinu. Hann man þó ekki eftir dæmi um að ráðherra hafi skipt út öllum stjórnarmönnum í ríkisstofnun á einu bretti. „Þetta er ekki endilega slæm stjórnsýsla,“ segir Gunnar Helgi. Rök séu fyrir því að sumar stofnanir séu sjálfstæðar, en venjulega reglan sé sú að stjórnsýslunni sé stýrt af ráðuneyti og þar með ráðherra. Það sé fullkomlega eðlilegt, enda beri ráðherrann á endanum pólitíska ábyrgð á stofnuninni. Með stjórnarskiptunum er Álfheiður að undirstrika að hún ætli sér að hafa mikið um það að segja hvernig stofnuninni verður stýrt, segir Gunnar Helgi. Þrátt fyrir ótvíræða heimild til að skipta út stjórninni er ekki óeðlilegt að ráðherrann sé krafinn svara um hvers vegna hann treysti ekki stjórnarmönnunum, segir Gunnar Helgi. Hann segir Álfheiði hingað til ekki hafa gefið umbjóðendum sínum nægilega greinargóð svör við þeirri spurningu. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira