Telja uppsagnir geta bætt þjónustuna 11. nóvember 2010 04:45 Ríkisendurskoðun Viðamikil úttekt á starfsmannamálum ríkisins stendur nú yfir. Könnun meðal forstöðumanna leiðir í ljós að 61% þeirra hefur aldrei veitt starfsmanni skriflega áminningu og 79% hafa aldrei sagt upp starfsmanni í kjölfar áminningar. Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Aðeins 13% forstöðumanna ríkisstofnana segjast telja að lög og reglur um ríkisstarfsmenn stuðli að skilvirkum ríkisrekstri. 65% forstöðumannanna telja ekki að lagaumhverfið stuðli að skilvirkni en 21% hópsins er hlutlaust gagnvart spurningunni. 43% forstöðumanna telja sig ekki geta sagt upp starfsmönnum vegna þess að starfsöryggi sé svo stór þáttur í starfskjörum ríkisstarfsmanna. 39% forstöðumanna ríkisins telja sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar ef hluta starfsmanna yrði sagt upp og nýir ráðnir í staðinn. Þetta kemur fram í könnun, sem Ríkisendurskoðun gerði í sumar á viðhorfi forstöðumanna til starfsmannamála og kynnt var á morgunverðarfundi Ríkisendurskoðunar, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í gær. Um 80 prósent af 206 forstöðumönnum ríkisstofnana svöruðu spurningum Ríkisendurskoðunar. Ingunn Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ríkisendurskoðun, segir að könnunin sé þáttur í heildarúttekt á mannauðsmálum ríkisins sem Ríkisendurskoðun vinnur að og áætlar að skila viðamikilli skýrslu um mannauðsmál ríkisins í lok þessa mánaðar. „Í skýrslunni munum við koma með ábendingar sem við beinum til fjármálaráðuneytisins um hvernig á að bregðast við þessu,“ segir Ingunn. Hún nefnir að helstu ástæður þess að þessir forstöðumenn segja ekki upp starfsmönnum þótt það geti bætt þjónustuna tengist því að lagaumhverfið um málefni starfsmanna ríkisins sé flókið, viðhorfið til áminninga og uppsagna innan opinbera geirans sé neikvætt og starfsöryggi ríkisstarfsmanna sé álitið mikilvægt. Aðeins um helmingur forstöðumanna láti fara fram reglulegt og formlegt mat á frammistöðu starfsmanna. Í því sambandi geti skipt máli að forstöðumenn séu iðulega ráðnir sem sérfræðingar á fagsviði stofnunar fremur en sérfræðingar í stjórnun. Um 24.000 starfsmenn eru í þjónustu ríkisins og segir Ingunn að launakostnaður ríkisins hafi numið um 120 milljörðum króna á árinu 2009. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira