Tónverk úr draumi Jónas Sen skrifar 19. desember 2010 10:00 Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata! Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist Heilagur draumur Verk eftir John Tavener. Kammerkór Suðurlands syngur undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar. Geislaplata með verkum eftir John Tavener ber heitið Heilagur draumur. Platan heitir eftir einu verkinu á plötunni, en tónskáldið mun hafa dreymt það eftir messu í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Tavener gekk í rétttrúnaðarkirkjuna þegar hann var rúmlega þrítugur, og dulúðin og andaktin í kirkjunni hefur einkennt tónlist hans allar götur síðan. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi í verkunum á geislaplötunni. Oft er einn undirliggjandi tónn út í gegn, og það gefur tónlistinni fókus, þjappar henni saman. Samt er músíkin ekki einfeldningsleg eða ódýr, það er merking í hverjum tóni. Hendingarnar eru sprottnar af íhugun og innri upplifun, og það er einfaldlega ekki hægt annað en að hrífast með. Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar syngur af mikilli tilfinningu og nákvæmni. Einsöngvararnir eiga líka góða spretti, sérstaklega Hrólfur Sæmundsson, sem ég held að hafi aldrei sungið eins vel. Hann er auðheyrilega vaxandi söngvari. Niðurstaða: Falleg, stundum hugleiðslukennd tónlist. Þetta er flott plata!
Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira