Ferrari ætlar ekki tefla djarft í titilslagnum 2. nóvember 2010 14:05 Stefano Domenicali ræður gangi mála hjá Formúlu 1 liði Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira