Alonso mun sækja til sigurs í Kóreu 13. október 2010 14:10 Fernando Alonso á Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Mynd: Getty Images Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti. Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitili ökumanna og aðeins þremur mótum er ólokið. Næsta keppni fer fram á nýrri braut í Suður Kóreu, sem engin hefur keppt á og Fernando Alonso hjá Ferrari telur að lið sitt verði að sækja til sigurs. Mótið fer fram 24. október. Mark Webber er efstur í stigamóti ökumanna með 220 stig, en Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 206 stig, en Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Webber er í kjörstöðu að beita skynsamlegri keppnisáætlun, en trúlega verða keppinautar hans að sækja af dirfsku í þeim mótum sem eftir eru. Fyrir sigur í einstöku móti fást 25 stig og 14 stiga forskot Webbers er því fljótt að hverfa ef honum gengur ekki vel. "Við verðum að sækja í Kóreu og minnka bilið í Webber. Það yrði flókið mál ef bilið eykst meira og úrslitin þar gætu ráðið miklu fyrir suma ökumenn. Það verður mikilvægt fyrir mig að treysta á Felipe (Massa) og ég veit að hann mun gera sitt til að bæta upp slaka útkomu í síðustu tveimur mótum. Hann á alla möguleika á að komast á verðlaunapall", sagði Alonso í pistli á heimasíðu Ferrari, en autosport.com vitnar í Alonso í frétt í dag. "Það verður líka mikilvægt fyrir okkur að vinna saman og komast á öllum leyndarmálum nýju brautarinnar, þannig að bílarnir verði klárir í slaginn. Hvert smáatriði skiptir máli", sagði Alonso um brautina sem verður notuð í fyrsta skipti í Suður Kóreu. Alonso varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Mark Webber í Japan, en hann sagði Red Bull bílinn henta sérlega vel á Suzuka brautina í Japan. Alonso varð fimmti í tímatökum í Japan og telur það ekki nóg til að ná settu marki í næsta móti.
Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira