Kyrrstaða kostar 75 milljarða á mánuði Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 29. janúar 2010 06:00 Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun