Hvernig Alþingi? 4. september 2010 06:00 Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú beinist athygli okkar að Alþingi þegar það kemur aftur saman. Þingið er mikilvægasta stofnun samfélagsins og mikið undir því komið að þar sé vel starfað og skilað árangri. Virðing almennings fyrir löggjafarsamkundunni virðist í lágmarki þegar rúmlega einn af hverjum tíu eru ánægðir með vinnubrögðin samkvæmt skoðanakönnun. Stundum er hlutfallið hærra. Undarlegt má það heita að þingmenn virðast ekki hafa áhyggjur af þessu. Þingið getur aldrei orðið venjulegur vinnustaður. Eðli þingstarfa á sér enga hliðstæðu í fyrirtækjum eða stofnunum í þjóðfélaginu. Á engum vinnustað öðrum skiptast menn í tvo hópa þar sem annar ræður en hinn gagnrýnir þann sem ræður. Hjá þessu verður ekki komist, þarna skipa menn sér í meirihluta og minnihluta, ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Samt virðist greinilegur vilji á Alþingi að víkja frá þessum starfsháttum og mynda samstarfshópa þessara tveggja fylkinga um ákveðin mál. Ég tel að þjóðin myndi fagna því ef slík samstaða gæti náðst í stórum málum. Markmið beggja þessara fylkinga er að ljúka málum á farsælan hátt fyrir þjóðina, finna leiðir til þess sem ganga upp og þeir verða að taka gagnrýni með jákvæðu hugarfari.Starf í nefndumMeginstarf þingsins er unnið í nefndum og er greinilegt að hlutverk þeirra hefur vaxið að undanförnu. Nokkrar þeirra eru sístarfandi, halda fundi yfir sumarið þegar hlé er á fundum þingsins. Nefndirnar kalla á sinn fund hagsmunaaðila sem frumvarpið snertir sem rætt er og mættu þær fá betri lögfræðiaðstoð við þá vinnu. Þessa fundi ætti að opna almenningi betur en gert hefur verið. Það vekur áhuga á starfi Alþingis og almenningur myndi átta sig betur á hve vandasamt starfið getur verið og vegur þingsins aukist. Á vissum fundum nefnda yrði orðið gefið laust áheyrendum sem gætu spurt og komið með athugasemdir. Taka mætti saman spurningar fyrir nefndafundi sem reynt yrði að svara á fundunum sem almenningur mætti sækja. Þessar spurningar eða atriði gæti fólk fengið fyrir fundi og komið þannig undirbúið á þingfund ætlaðan almenningi. Samstarf þings og þjóðar getur birst í smækkaðri mynd í þessu. Landið eitt kjördæmiLandið hefur skipst í kjördæmi frá því Alþingi var endurreist á 19. öld. Þau hafa verið smá og önnur stór eftir staðháttum og tímabilum. Ísland er ekki lengur landbúnaðarsamfélag þar sem sú atvinnugrein einkennir þjóðfélagið. Hér er iðnaðar- og þjónustusamfélag. Fjarlægðir horfnar í reynd og löngu orðið eðlilegt að líta á þetta dvergríki okkar sem eitt kjördæmi. Þingmenn verða hvort sem er að hugsa heildstætt og lögin sem þeir setja gilda um allt land. Við myndum hætta að tala um landsbyggðarþingmenn og þingmenn þéttbýlis. Togstreitan milli þessara byggðaeinkenna myndi minnka.Frambjóðendur til Alþingis kæmu alls staðar að og flokkarnir gættu þess að jafnvægi þarna á milli væri á listum þeirra við kosningar. Gamli hugsunarhátturinn þarf að hverfa þegar menn segja að hneisa sé að samgönguráðherra sé ekki af landsbyggðinni heldur úr þéttbýli. Halda menn að ráðherra samgöngumála horfi ekki út fyrir þéttbýli ef hann er þaðan? Getur ekki verið að hugsunarháttur þingmanna geti breyst við þetta og verði stærri í sniðum og músarholusjónarmiðum fækki?Alþingi ætti að geta risið sem fuglinn Fönix í nýjar hæðir og tekið greinilega forystu um þau málefni sem brenna á þjóðinni. Það yrði þó varla meðan ríkisstjórn situr á þingi og drottnar þar yfir skoðunum og atkvæðum. Verður nokkur endurreisn nema við víkjum frá þingræði? Það verður verkefni stjórnlagaþings að taka það til meðferðar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun