Breytt Silverstone braut vígð í dag 29. apríl 2010 13:34 Damon Hill, Jackie Stewart og prins Andrew ræða málin á Silverstone í dag, en Hill keyrði prinsinn um brautina í tveggja sæta kappakstursbíl. Mynd: Getty Images Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi. Silverstone brautin á að vera sú hraðasta brautin í Formúlu 1 eftir breytingarnar, en Monza á Ítalíu hefur til þessa verið sú hraðasta. Prófarnir í ökuhermum sýna þá niðurstöðu, en það kemur í ljós í kappakstrinum hvort rétt reynist eður ei. "Ég er djúpt snortin af vera gerður að heiðursfélaga, þó ég hafi enga hæfileika! Aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hérna er sú að ég styð Silverstone og breska kappakstursklúbbinn er sú að hágæða tæknivinna sem við eigum í handraðanum er mikilvæg fyrir breskt efnahagslíf og akstursíþróttir eru hringjamiðjan. Með Formúlu 1 og Moto GP kappakstri getum við sýnt fram á hæfileika okkar", sagði Andrew á vígslu nýju brautarinnar. Mark Webber telur að ný útfærsla Silverstone brautarinnar muni henta Red Bull bílunum vel, en hann var meðal gesta í dag. "Okkar bíll er samkeppnisfær á öllum brautum, sem er gott fyrir okkur. Nýji hluti brautarinnar er með háhraðabeygju og líka með kafla sem krefst tæknilegs innsæis og þetta ætti að koma vel út. Ég er mjög ánægður að það tókst að halda Formúlu 1 í Bretlandi, eftir orðaskak við Bernie Ecclestone. En við ættum að vera stoltir að hafa bæði Formúlu 1 og Moto GP á sama stað", sagði Webber. Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Damon Hill, fyrrum meistari í Formúlu 1 og forseti breska kappakstursklúbbsins var meðal þeirra sem vígðu breytta og bætta Silverstone braut í Bretlandi í dag. Þá mætti hertoginn af York, Andrew prins en hann var gerður að heiðursfélaga í félagi breskra kappakstursökumanna, en akstursíþróttastarfsemi er mikilvægur þáttur í bresku efnahagslífi. Talið er að um 50.000 starfi beint á akstursíþróttum í Bretlandi. Silverstone brautin á að vera sú hraðasta brautin í Formúlu 1 eftir breytingarnar, en Monza á Ítalíu hefur til þessa verið sú hraðasta. Prófarnir í ökuhermum sýna þá niðurstöðu, en það kemur í ljós í kappakstrinum hvort rétt reynist eður ei. "Ég er djúpt snortin af vera gerður að heiðursfélaga, þó ég hafi enga hæfileika! Aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hérna er sú að ég styð Silverstone og breska kappakstursklúbbinn er sú að hágæða tæknivinna sem við eigum í handraðanum er mikilvæg fyrir breskt efnahagslíf og akstursíþróttir eru hringjamiðjan. Með Formúlu 1 og Moto GP kappakstri getum við sýnt fram á hæfileika okkar", sagði Andrew á vígslu nýju brautarinnar. Mark Webber telur að ný útfærsla Silverstone brautarinnar muni henta Red Bull bílunum vel, en hann var meðal gesta í dag. "Okkar bíll er samkeppnisfær á öllum brautum, sem er gott fyrir okkur. Nýji hluti brautarinnar er með háhraðabeygju og líka með kafla sem krefst tæknilegs innsæis og þetta ætti að koma vel út. Ég er mjög ánægður að það tókst að halda Formúlu 1 í Bretlandi, eftir orðaskak við Bernie Ecclestone. En við ættum að vera stoltir að hafa bæði Formúlu 1 og Moto GP á sama stað", sagði Webber.
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira