Hülkenberg: Tilfinningarík upplifun að ná besta tíma 6. nóvember 2010 21:10 Þrír fremstu á ráslínu.Sebastian Vettel, Nico Hulkenberg og Mark Webber. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Nico Hülkenberg á Williams Cosworth frá Þýskalandi náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti í Formúlu 1 í dag, en þessi 23 ára ökumaður varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann varð sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull. Williams liðið er þrautreynt lið og margfalt meistaralið, en hefur ekki verið í toppslagnum undanfarinn ár, en margir frægir ökumenn hafa ekið með liðinu. Núna er Hülkenberg og Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello liðsfélagar hjá Williams og Frank Williams hefur áhuga á að gera margra ára samning við Hulkenberg samkvæmt frétt á dögunum á autosport.com, en Willi Weber sem var umboðsmaður Michael Schumacher er umboðsmaður Hulkenberg. Einnig kemur til greina að Williams ráði Pastor MacDonaldo sem hefur keppt í GP2 í ár. Hülkenberg var að vonum ánægður með afraksturinn í dag. "Þetta var einstakt. Ég trúi vart að ég hafi náð þessu og liðið á miklar þakkir skildar fyrir að útbúa bílinn fyrir tímatökuna. Það var rétt ákvörðun að setja bílinn á þurrdekk og tæknimenn mínir sögðu mér að ég ætti einn hring eftir og ég var þegar í góðri stöðu. Kreisti þess vegna allt útúr bílnum og reyndi að keyra af mýkt og sleppa hjá blautum köflum á brautinni og varna mistökum. Það var óvænt ánægja að ná besta tíma. Ég er mjög, mjög ánægður og ég nýt augnabliksins.", sagði Hülkenberg en aðstæður breyttust hratt á þornandi brautinni í lok tímatökunnar. "Það er tilfinningarík upplifun að ná besta tíma í fyrsta skipti og vonandi söguleg stund, því ég vill vera í Formúlu 1 mörg, mörg ár. Ég á ekki til orð til að lýsa því hvernig mér líður. Ég er enn uppspenntur eftir hringinn og tryllinginn. Ég þarf að átta mig á því hvaða árangri við höfum náð og vinna okkar verk á morgun", sagði Hülkenberg Bein útsending er frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag í opinni dagskrá. Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nico Hülkenberg á Williams Cosworth frá Þýskalandi náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti í Formúlu 1 í dag, en þessi 23 ára ökumaður varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann varð sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull. Williams liðið er þrautreynt lið og margfalt meistaralið, en hefur ekki verið í toppslagnum undanfarinn ár, en margir frægir ökumenn hafa ekið með liðinu. Núna er Hülkenberg og Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello liðsfélagar hjá Williams og Frank Williams hefur áhuga á að gera margra ára samning við Hulkenberg samkvæmt frétt á dögunum á autosport.com, en Willi Weber sem var umboðsmaður Michael Schumacher er umboðsmaður Hulkenberg. Einnig kemur til greina að Williams ráði Pastor MacDonaldo sem hefur keppt í GP2 í ár. Hülkenberg var að vonum ánægður með afraksturinn í dag. "Þetta var einstakt. Ég trúi vart að ég hafi náð þessu og liðið á miklar þakkir skildar fyrir að útbúa bílinn fyrir tímatökuna. Það var rétt ákvörðun að setja bílinn á þurrdekk og tæknimenn mínir sögðu mér að ég ætti einn hring eftir og ég var þegar í góðri stöðu. Kreisti þess vegna allt útúr bílnum og reyndi að keyra af mýkt og sleppa hjá blautum köflum á brautinni og varna mistökum. Það var óvænt ánægja að ná besta tíma. Ég er mjög, mjög ánægður og ég nýt augnabliksins.", sagði Hülkenberg en aðstæður breyttust hratt á þornandi brautinni í lok tímatökunnar. "Það er tilfinningarík upplifun að ná besta tíma í fyrsta skipti og vonandi söguleg stund, því ég vill vera í Formúlu 1 mörg, mörg ár. Ég á ekki til orð til að lýsa því hvernig mér líður. Ég er enn uppspenntur eftir hringinn og tryllinginn. Ég þarf að átta mig á því hvaða árangri við höfum náð og vinna okkar verk á morgun", sagði Hülkenberg Bein útsending er frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag í opinni dagskrá.
Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira