Í dag þarf endurreisn Ólafs að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 08:15 Ólafur Jóhannesson. Fréttablaðið/Anton Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4 Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4
Íslenski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn