Almennra aðgerða er þörf Eygló Harðardóttir skrifar 23. júní 2010 06:00 Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir núverandi ríkisstjórnar." Þetta skrifaði ég fyrir tæpu ári síðan, þegar Alþingi kom aftur saman haustið 2009. Þessi orð eiga því miður enn fullan rétt á sér nú þegar Alþingi kemur saman til að afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar heimilunum. Fum, fát, doði og seinagangur hafa einkennt ríkisstjórnina er kemur að skuldamálum heimilanna. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa einfaldlega verið í afneitun um nauðsyn þess að grípa til almennra aðgerða til aðstoðar heimilunum í landinu. Fullyrt er að sá ráðherra sem fer með efnahags- og viðskiptamál hafi lagst gegn aðgerðum fyrir heimilin og vísað nánast gjaldþrota einstaklingum á dómstóla landsins ef þeir hefðu eitthvað við aðgerðir, eða aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og stjórnvalda að athuga.Þannig virkaði skjaldborg ríkisstjórnarinnarLengi vel virtust einu úrræði ríkisstjórnarinnar vera að lengja tímabundið í hengingaról heimilanna. Sértæk skuldaaðlögun var nánast brandari þar sem enginn hvati var fyrir kröfuhafa að semja við heimilin, framkvæmd laga um greiðsluaðlögun seinleg og óskilvirk og enginn veit hvað á að gera við upphæðirnar sem safnast nú upp á greiðslujöfnunarreikningum. Bútasaumur stjórnarinnarHelstu tillögur ríkisstjórnarinnar ganga út að bæta þau lög sem þegar hafa verið samþykkt. Greiðsluaðlögun á að verða skilvirkari, gjaldþrot huggulegra og umboðsmaður skuldara tekur við hlutverki ráðgjafastofu heimilanna við að leiðbeina heimilunum í þann frumskóg úrræða sem stjórnvöld hafa skapað. Stjórnarliðar hafa einnig lagt áherslu á að kynna þessi úrræði vel, því að þeirra mati er greinilegt að heimilin hafa bara ekki skilið snilld þeirra. Vandinn hefur ekki verið að heimilin hafi ekki skilið úrræði ríkisstjórnarinnar, heldur eru þau óréttlát og sýna skilningsleysi stjórnvalda á örvæntingu almennings. Frumkvæði FramsóknarFramsóknarmenn hafa talað fyrir því að vandi íslenskra heimila og fyrirtækja sé fyrst og fremst gífurlegur skuldavandi. Vandinn er það mikill að til að takast á við hann duga ekkert annað en almennar aðgerðir. Í efnahagstillögum flokksins sem kynntar voru í febrúar 2009 var lagt til að svigrúm bankanna vegna niðurfærslu lána yrði nýtt til varanlegrar leiðréttingar á höfuðstól þeirra. Samhliða yrði gripið til sértækra aðgerða vegna þeirra sem voru í mestum vandræðum.Í ljósi nýlegrar greinar Helga Hjörvars, formanns efnahags- og skattanefndar um sanngjarnar skuldaleiðréttingar, tel ég að mögulegt sé að ná þverpólitískri sátt um almennar aðgerðir vegna húsnæðislána. Húsnæðislán heimilanna eru hjá þremur aðilum: Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum. Íbúðalán viðskiptabankanna hafa þegar verið flutt yfir í nýju bankana með tugmilljarða króna afslætti. Dómur Hæstaréttar og sú niðurfærsla sem hefur þegar farið fram ætti að taka á leiðréttingu svokallaðra erlendra lána. Þá standa eftir Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir.Fjármögnun aðgerðaNýleg viðskipti Seðlabankans við lífeyrissjóðina með Avens skuldabréfin hafa gefið lífeyrissjóðunum svigrúm til að færa niður íbúðalán sín um allt að 10-15%. Seðlabankinn hagnaðist einnig á þessum viðskiptum og því mætti láta þann hagnað renna til Íbúðalánasjóðs til niðurfærslu á lánasafni sjóðsins. Það mun hins vegar ekki duga til þar sem meginhluti húsnæðislána Íslendinga er hjá Íbúðalánasjóði og því mætti skoða ýmsar leiðir til að fjármagna þá niðurfærslu. Formaður efnahags- og skattanefndar bendir t.d. á hærri vaxtamun, skattlagningu á séreignasparnaði og sérstaka bankaskatta. Einnig mætti fara í útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki líkt og sérfræðingar í málefnum Íbúðalánasjóðs hafa bent á.Í almennum aðgerðum liggur mesta réttlætið. Allir sitja við sama borð og fá sömu niðurfærsluna miðað við tegund viðkomandi láns. Þeir sem telja sig ekki þurfa niðurfærslu geta hafnað henni og íslenska ríkið notað skattkerfið til að jafna stöðu manna á grundvelli eigna og tekna. Auknar skatttekjur vegna niðurfærslunnar og aukinnar samneyslu væru svo nýttar til að auka við eigið fé bankanna, Íbúðalánasjóðs eða til að rétta af stöðu ríkisins.Þjóðarsátt er nauðsynÞað er nauðsynlegt að leita þjóðarsáttar. Þjóðarsátt gengur út á að gera sér grein fyrir að við erum öll í sama báti. Enginn getur fengið allt sem hann vill, hvorki fjármálafyrirtækin né heimilin, atvinnurekendur eða verkalýðurinn, stjórn eða stjórnarandstaða.Tími er til kominn að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar komi sér saman um alvöru þjóðarsátt - fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir núverandi ríkisstjórnar." Þetta skrifaði ég fyrir tæpu ári síðan, þegar Alþingi kom aftur saman haustið 2009. Þessi orð eiga því miður enn fullan rétt á sér nú þegar Alþingi kemur saman til að afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar heimilunum. Fum, fát, doði og seinagangur hafa einkennt ríkisstjórnina er kemur að skuldamálum heimilanna. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa einfaldlega verið í afneitun um nauðsyn þess að grípa til almennra aðgerða til aðstoðar heimilunum í landinu. Fullyrt er að sá ráðherra sem fer með efnahags- og viðskiptamál hafi lagst gegn aðgerðum fyrir heimilin og vísað nánast gjaldþrota einstaklingum á dómstóla landsins ef þeir hefðu eitthvað við aðgerðir, eða aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og stjórnvalda að athuga.Þannig virkaði skjaldborg ríkisstjórnarinnarLengi vel virtust einu úrræði ríkisstjórnarinnar vera að lengja tímabundið í hengingaról heimilanna. Sértæk skuldaaðlögun var nánast brandari þar sem enginn hvati var fyrir kröfuhafa að semja við heimilin, framkvæmd laga um greiðsluaðlögun seinleg og óskilvirk og enginn veit hvað á að gera við upphæðirnar sem safnast nú upp á greiðslujöfnunarreikningum. Bútasaumur stjórnarinnarHelstu tillögur ríkisstjórnarinnar ganga út að bæta þau lög sem þegar hafa verið samþykkt. Greiðsluaðlögun á að verða skilvirkari, gjaldþrot huggulegra og umboðsmaður skuldara tekur við hlutverki ráðgjafastofu heimilanna við að leiðbeina heimilunum í þann frumskóg úrræða sem stjórnvöld hafa skapað. Stjórnarliðar hafa einnig lagt áherslu á að kynna þessi úrræði vel, því að þeirra mati er greinilegt að heimilin hafa bara ekki skilið snilld þeirra. Vandinn hefur ekki verið að heimilin hafi ekki skilið úrræði ríkisstjórnarinnar, heldur eru þau óréttlát og sýna skilningsleysi stjórnvalda á örvæntingu almennings. Frumkvæði FramsóknarFramsóknarmenn hafa talað fyrir því að vandi íslenskra heimila og fyrirtækja sé fyrst og fremst gífurlegur skuldavandi. Vandinn er það mikill að til að takast á við hann duga ekkert annað en almennar aðgerðir. Í efnahagstillögum flokksins sem kynntar voru í febrúar 2009 var lagt til að svigrúm bankanna vegna niðurfærslu lána yrði nýtt til varanlegrar leiðréttingar á höfuðstól þeirra. Samhliða yrði gripið til sértækra aðgerða vegna þeirra sem voru í mestum vandræðum.Í ljósi nýlegrar greinar Helga Hjörvars, formanns efnahags- og skattanefndar um sanngjarnar skuldaleiðréttingar, tel ég að mögulegt sé að ná þverpólitískri sátt um almennar aðgerðir vegna húsnæðislána. Húsnæðislán heimilanna eru hjá þremur aðilum: Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum. Íbúðalán viðskiptabankanna hafa þegar verið flutt yfir í nýju bankana með tugmilljarða króna afslætti. Dómur Hæstaréttar og sú niðurfærsla sem hefur þegar farið fram ætti að taka á leiðréttingu svokallaðra erlendra lána. Þá standa eftir Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir.Fjármögnun aðgerðaNýleg viðskipti Seðlabankans við lífeyrissjóðina með Avens skuldabréfin hafa gefið lífeyrissjóðunum svigrúm til að færa niður íbúðalán sín um allt að 10-15%. Seðlabankinn hagnaðist einnig á þessum viðskiptum og því mætti láta þann hagnað renna til Íbúðalánasjóðs til niðurfærslu á lánasafni sjóðsins. Það mun hins vegar ekki duga til þar sem meginhluti húsnæðislána Íslendinga er hjá Íbúðalánasjóði og því mætti skoða ýmsar leiðir til að fjármagna þá niðurfærslu. Formaður efnahags- og skattanefndar bendir t.d. á hærri vaxtamun, skattlagningu á séreignasparnaði og sérstaka bankaskatta. Einnig mætti fara í útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki líkt og sérfræðingar í málefnum Íbúðalánasjóðs hafa bent á.Í almennum aðgerðum liggur mesta réttlætið. Allir sitja við sama borð og fá sömu niðurfærsluna miðað við tegund viðkomandi láns. Þeir sem telja sig ekki þurfa niðurfærslu geta hafnað henni og íslenska ríkið notað skattkerfið til að jafna stöðu manna á grundvelli eigna og tekna. Auknar skatttekjur vegna niðurfærslunnar og aukinnar samneyslu væru svo nýttar til að auka við eigið fé bankanna, Íbúðalánasjóðs eða til að rétta af stöðu ríkisins.Þjóðarsátt er nauðsynÞað er nauðsynlegt að leita þjóðarsáttar. Þjóðarsátt gengur út á að gera sér grein fyrir að við erum öll í sama báti. Enginn getur fengið allt sem hann vill, hvorki fjármálafyrirtækin né heimilin, atvinnurekendur eða verkalýðurinn, stjórn eða stjórnarandstaða.Tími er til kominn að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar komi sér saman um alvöru þjóðarsátt - fyrir okkur öll.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun