Vettel: Stoltur af sigrinum 10. október 2010 12:17 Mark Webber og Sebastian Vettel unni tvöfaldan sigur með Red Bull í Japan í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang." Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang."
Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn