Ferrari stjórinn biður menn að halda ró og einbeitingu 25. október 2010 15:30 Ferrari liðið fagnaði vel í gær effir sigur í Siður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira