Krefur fólk um kennitölu þrátt fyrir lagabann 17. september 2010 04:30 Landsbankinn Persónuvernd segir að Landsbankinn hafi enga heimild haft til að heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga gíróseðla fyrir veika systur sína.Fréttablaðið/GVA Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira