Formúlu 1 ekki frestað vegna eldgoss 19. apríl 2010 12:38 Bernie Ecclestone og Christian Horner ræða málin. Þeir eru báðir strandaglópðar í Kína. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu. Ecclestone sagði í frétt á vefsíðu autosport.com að jafnvel þó einhver lið verði í vandræðum með að komast heim með fyrstu ferð og jafnvel að búnaður sitji eftir um tíma, þá fari spænski kappaksturinn fram. Ef frekari töf verður á flutningi á búnaði gæti farið svo að hann verði fluttur beint til Barcelona í stað þess að fara í bækistöðvar keppnisliðanna, eins og venja er. Fyrirtæki Ecclestone sér um sjóvarnpsútsendingar frá Formúlu 1 og kemur einnig nálægt umgjörð Formúliunnar á allan hátt, mótshaldi og flutningi tækjakosts. Búnaður keppnisliða er fluttur flugleiðis í sérhönnuðum kössum í Júmboþotum. "Ég er viss um að allt verður í lagi og spænska kappakstrinum verður ekki frestað. Það eru allir í vandræðum, en við komum öllum heim", sagði Eccletone. Ferrari, McLaren og Lotus hafa leigt flugvélar til að flytja sitt fólk til Evrópu. McLaren hefur boðið öðrum liðum sæti, eins lengi og pláss leyfir. McLaren hyggst fljúga til Spánar og fara síðan með rútu til Bretlands. "Ég minnist þess ekki að eldgoss hafi orðið til þess að fólk væri strandaglópar. Í versta tilfelli þá tökum við Síberíuhraðlestina. Þar sem er vilji til að komast heim, þá er leið", sagði Christian Horner hjá Red Bull í gamansömum dúr. Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone segir að eldgosið á Íslandi og vandamál varðandi flug síðustu daga muni ekki hafa áhrif á spænska kappaksturinn í Barcelona í maí. Meirihluti starfsmanna Formúlu 1 liða eru strandaglóðpar í Kína vegna frestana á flugum í Evrópu. Ecclestone sagði í frétt á vefsíðu autosport.com að jafnvel þó einhver lið verði í vandræðum með að komast heim með fyrstu ferð og jafnvel að búnaður sitji eftir um tíma, þá fari spænski kappaksturinn fram. Ef frekari töf verður á flutningi á búnaði gæti farið svo að hann verði fluttur beint til Barcelona í stað þess að fara í bækistöðvar keppnisliðanna, eins og venja er. Fyrirtæki Ecclestone sér um sjóvarnpsútsendingar frá Formúlu 1 og kemur einnig nálægt umgjörð Formúliunnar á allan hátt, mótshaldi og flutningi tækjakosts. Búnaður keppnisliða er fluttur flugleiðis í sérhönnuðum kössum í Júmboþotum. "Ég er viss um að allt verður í lagi og spænska kappakstrinum verður ekki frestað. Það eru allir í vandræðum, en við komum öllum heim", sagði Eccletone. Ferrari, McLaren og Lotus hafa leigt flugvélar til að flytja sitt fólk til Evrópu. McLaren hefur boðið öðrum liðum sæti, eins lengi og pláss leyfir. McLaren hyggst fljúga til Spánar og fara síðan með rútu til Bretlands. "Ég minnist þess ekki að eldgoss hafi orðið til þess að fólk væri strandaglópar. Í versta tilfelli þá tökum við Síberíuhraðlestina. Þar sem er vilji til að komast heim, þá er leið", sagði Christian Horner hjá Red Bull í gamansömum dúr.
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira