Rússinn Petrov næstum á heimavelli 24. júní 2010 17:39 Vitaly Petrov glaðlegur á fréttamannafundi í Valencia í dag. Mynd: Getty Images Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár. Petrov er á fyrsta ári í Formúlu 1. "Rússland er mitt heimaland, en þetta er nærri því að vera mitt annað heimaland, þar sem keppnislið sem ég ók með var hérna. En þar sem Renault er enskt lið, þá ætla ég að flytja þangað. Ég þekki brautina vel og hljóp hana að auki í morgun", sagði Petrov á fundi með fréttamönnum í Valencia í dag. Petrov hefur staðið sig ágætlega með Robert Kubica hjá Renault og átt góða spretti á stundum í mótum. Hann vill þó ekkert hampa sér sérstaklega. "Ég vil ekkert tala um sjálfan mig, hvað gekk vel. Ég hef átt góð og slæm mót líka. Mér gekk ekki vel í Kanada og er enn að læra. Ég á eftir að keppa í mörgum mótum og get vonandi bætt mig. Er nokkuð ánægður með stöðuna." "Ég er að færast nær getu Kubica og reyni mitt til þess, en gæti þess að fókusera ekki á það sem hann er að gera. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er að gera", sagði Petrov. Hann fylgist með HM í fótbolta og styður spænska liðið í leiknum á morgun. "Ég fylgist með og slæmt að Rússland er ekki með. Ég hef gaman af því að fylgjast með Spánverjum þar sem ég bý í landinu og mun styðja liðið á morgun", sagði Petrov. Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þrír spænskir ökumenn keppa í Formúlu 1 mótinu í Valencia um helgina og Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault segist nærri því að vera á heimavelli. Hann hefur búið skammt frá mótssvæðinu í þrjú ár. Petrov er á fyrsta ári í Formúlu 1. "Rússland er mitt heimaland, en þetta er nærri því að vera mitt annað heimaland, þar sem keppnislið sem ég ók með var hérna. En þar sem Renault er enskt lið, þá ætla ég að flytja þangað. Ég þekki brautina vel og hljóp hana að auki í morgun", sagði Petrov á fundi með fréttamönnum í Valencia í dag. Petrov hefur staðið sig ágætlega með Robert Kubica hjá Renault og átt góða spretti á stundum í mótum. Hann vill þó ekkert hampa sér sérstaklega. "Ég vil ekkert tala um sjálfan mig, hvað gekk vel. Ég hef átt góð og slæm mót líka. Mér gekk ekki vel í Kanada og er enn að læra. Ég á eftir að keppa í mörgum mótum og get vonandi bætt mig. Er nokkuð ánægður með stöðuna." "Ég er að færast nær getu Kubica og reyni mitt til þess, en gæti þess að fókusera ekki á það sem hann er að gera. Ég reyni að einbeita mér að því sem ég er að gera", sagði Petrov. Hann fylgist með HM í fótbolta og styður spænska liðið í leiknum á morgun. "Ég fylgist með og slæmt að Rússland er ekki með. Ég hef gaman af því að fylgjast með Spánverjum þar sem ég bý í landinu og mun styðja liðið á morgun", sagði Petrov.
Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn