Meistarinn að missa af lestinni í titilslagnum 24. október 2010 21:11 Jenson Button tókst ekki vel upp á McLaren í Suður Kóreu í dag. Mynd: Getty Images Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag. Aðeins tvö mót eru eftir. Næst verður keppt í Brasiíu eftir tvær vikur og síðan í Abu Dhabi í lok nóvember. "Það þurfa allir aðrir að falla úr leik. Þannig er staðan, en bíllinn var ókeyrandi í dag", sagði Button um möguleika sína á BBC hvað titilvörnina varðar samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitli að Button meðtöldum. Fernando Alonso er efstur eftir sigur í dag með 231 stig. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 209 og Button 189, en 50 stig eru í pottinum fyrir sigur. "Titilvörn minni er nánast lokið ef hinir kapparnir lenda ekki í ógöngum. En það er ekki hægt að vinna meistaratitil ef maður missir móðinn. Maður verður að berjast til þrautar. Við sjáum á Red Bull hvað þetta getur snúist hratt til betri vegar. Það verður ekki auðvelt, en það er enn möguleiki", sagði Button. Button var í vandræðum með grip á McLaren bílnum í bleyttini í Suður Kóreu í dag, en mismunandi útfærsla var á McLaren bílunum tveimur, en Hamilton náði öðru sæti á eftir Alonso. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button komst ekki í stigasæti í Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í dag og staða hans í stigamótinu er ekki vænleg, þó hann eigi enn möguleika á að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Button varð tólfti í mótinu í dag. Aðeins tvö mót eru eftir. Næst verður keppt í Brasiíu eftir tvær vikur og síðan í Abu Dhabi í lok nóvember. "Það þurfa allir aðrir að falla úr leik. Þannig er staðan, en bíllinn var ókeyrandi í dag", sagði Button um möguleika sína á BBC hvað titilvörnina varðar samkvæmt frétt á autosport.com. Fimm ökumenn eiga enn möguleika á meistaratitli að Button meðtöldum. Fernando Alonso er efstur eftir sigur í dag með 231 stig. Mark Webber er með 220, Lewis Hamilton 210, Sebastian Vettel 209 og Button 189, en 50 stig eru í pottinum fyrir sigur. "Titilvörn minni er nánast lokið ef hinir kapparnir lenda ekki í ógöngum. En það er ekki hægt að vinna meistaratitil ef maður missir móðinn. Maður verður að berjast til þrautar. Við sjáum á Red Bull hvað þetta getur snúist hratt til betri vegar. Það verður ekki auðvelt, en það er enn möguleiki", sagði Button. Button var í vandræðum með grip á McLaren bílnum í bleyttini í Suður Kóreu í dag, en mismunandi útfærsla var á McLaren bílunum tveimur, en Hamilton náði öðru sæti á eftir Alonso.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira