Svavar Gestsson: Eins og Indefence – og fleiri 18. maí 2010 06:00 Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar