Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2010 20:54 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum. Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum.
Olís-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira