Þingmaður VG vill kosningar án tafar 1. október 2010 04:15 „Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Ég vil kosningar. Þó margir efist um að þjóðin geti staðið í kosningum núna vil ég að þær fari fram strax í kjölfar niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG. Að hennar mati er niðurstaða landsdómsmálsins á þriðjudag merki um að meirihluti þingsins sé ekki tilbúinn að gera bankahrunið upp. „Það verður engin varanleg endurreisn án uppgjörs. Þess vegna er mikilvægt að þingið endurnýi umboð sitt." Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að kosið verði í vetur. Hann segir marga í sínum flokki vera þeirrar skoðunar en tekur fram að þingflokkurinn hafi ekki fjallað um málið. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi brugðist og ekki tekið á þeim brýnu málum sem þarf að taka á. Þingmenn þurfa líka skýrt umboð og um leið getur fólk kosið um hvort það vilji halda áfram þessari ruglingslegu stefnu stjórnarinnar." Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingunni telur niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar ekki tilefni kosninga. Önnur mál kunni að vera það. „Það er til dæmis alvarlegt að við náum ekki að leysa þetta óréttlætismál sem fiskveiðistjórnunarkerfið er og þessi skjaldborg er ekki svipur hjá sjón hjá því sem hún átti að vera," segir Valgerður. Hún segir að ráði stjórnin ekki við þau verkefni sé vissulega ástæða til að efna til kosninga. Sigmundur Ernir Rúnarsson, flokksbróðir Valgerðar, hefur skilyrt stuðning sinn við stjórnina við að hún komi hjólum atvinnulífsins af stað. Hann segir stjórnina hafa fáeinar vikur til að taka á þeim málum. Kveðst hann tilbúinn í kosningar en efast um að þær gagnist þjóðinni ef stjórnvöld hafa á annað borð komið atvinnulífinu af stað. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á dögunum að boða beri til kosninga hið allra fyrsta. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur krafist þess sama og stjórn Frjálslynda flokksins einnig. - bþs
Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent