Klæðist einum kjól í mánuð 18. ágúst 2010 08:30 Aðeins einn kjóll Indía Salvör Menuez tekur þátt í verkefni til styrktar skóla í New Orleans. Hún þarf að klæðast sama kjólnum daglega út ágúst. fréttablaðið/anton Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verkefni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni," útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönnuð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu," segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibylurinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja." Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða," segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. -sm Lífið Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
Indía Salvör Menuez er hálfíslensk stúlka sem hefur tekið að sér að klæðast sama kjólnum daglega í heilan mánuð til góðgerðarstarfa. Verkefnið nefnist The uniform project og er upphafsmaður þess stúlka að nafni Sheena sem ákvað árið 2009 að klæðast sama kjólnum í heilt ár til styrktar skólabörnum á Indlandi. „Ég kynntist Sheenu í gegnum tískublogg sem kallast Stylelikeu, þar sem mismunandi fólk opnar fataskápa sína fyrir lesendum. Þessi síða vann með Uniform project og fékk ólíka einstaklinga til að klæðast sama kjól og Sheena hafði klæðst yfir árið til að sýna fram á notagildi kjólsins. Ég var með í þessu verkefni og þannig kynntist ég Sheenu og hún bað mig í framhaldi af því að taka þátt í þessu nýja verkefni," útskýrir Indía Salvör sem er aðeins sautján ára gömul. Indía hannaði kjólinn í samráði við hönnuð og óskaði meðal annars eftir því að kjóllinn væri með vösum og hálsmáli sem hægt væri að breyta eftir geðþótta. Hún klæðist kjólnum út ágúst en í september tekur ný stúlka við og nýr kjóll. Aðspurð segir Indía ekki erfitt að þurfa að klæðast sama kjólnum dag eftir dag. „Mér finnst erfiðara að blogga um þetta og að þurfa að mynda mig daglega, en það er víst hluti af þessu," segir hún og brosir. Peningarnir sem Indía Salvör safnar yfir mánuðinn renna til Blair Grocery skólans í New Orleans. „Ég var í sjálfboðavinnu í New Orleans eftir að fellibylurinn skall á borginni og það hafði mikil áhrif á mig því fólk var ekki að fá þá aðstoð sem það þurfti. Blair Grocery skólinn er eini skólinn í 9. hverfi borgarinnar og þar er unnið mikið og þarft starf sem mig langaði að styrkja." Verkefnið hefur vakið verskuldaða athygli í Bandaríkjunum og hefur tímaritið Teen Vogue meðal annars viljað fjalla um það. „Öll athygli hjálpar. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu, enda er alltaf gaman þegar maður getur látið gott af sér leiða," segir hún að lokum. Hægt er að fylgjast með verkefninu á síðunni www.theuniformproject.com. -sm
Lífið Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira