Ábyrgð lífeyrissjóða Kristján þór júlíusson skrifar 2. mars 2010 06:00 Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar