Hamilton: Verð að halda haus 15. júní 2010 14:49 Lewis Hamilton hjá McLaren. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton hjá McLaren er vafalaust ánægður með þá stöðu að vera kominn í efsta sæti stigamóts ökmanna í Formúlu 1. Hann hefur ekki áhyggjur af sóknartilburðum Red Bull í framtíðinni, þar sem hann telur McLaren vera komið í toppmál hvað bíl og búnað varðar. "Það eru nokkur góð mót framundan. Valencia verður gott fyrir mig og Silverstone er góð braut, sem hefur reynst mér vel og svo mótið í Ungverjalandi. En við sjáum hvernig nýja útfærsla brautarinnar kemur til með að reynast. Vonandi mun bíllinn enn batna á milli þessara móta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com í dag. "Ef ég get haldið haus og einbeitningu og bitið frá mér, þá geta næstu mót skipt miklu máli. Það er jafnt á milli manna og ef hægt er að mynda eitthvað forskot á næstunni, þá er góður möguleiki að halda því út tímabilið. Það hlýtur að vera markmið mitt í næstu mótum", sagði Hamilton og vill greinilega nýta slagkraftinn úr síðustu tveimur mótum. "Mér finnst ég hafa ekið vel allt tímabilið. Mér finnst ég sterkari en nokkurn tíma. En tækifærin hafa gefist að undanförnu og ég gríp þau báðum höndum", sagði Hamilton. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren er vafalaust ánægður með þá stöðu að vera kominn í efsta sæti stigamóts ökmanna í Formúlu 1. Hann hefur ekki áhyggjur af sóknartilburðum Red Bull í framtíðinni, þar sem hann telur McLaren vera komið í toppmál hvað bíl og búnað varðar. "Það eru nokkur góð mót framundan. Valencia verður gott fyrir mig og Silverstone er góð braut, sem hefur reynst mér vel og svo mótið í Ungverjalandi. En við sjáum hvernig nýja útfærsla brautarinnar kemur til með að reynast. Vonandi mun bíllinn enn batna á milli þessara móta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com í dag. "Ef ég get haldið haus og einbeitningu og bitið frá mér, þá geta næstu mót skipt miklu máli. Það er jafnt á milli manna og ef hægt er að mynda eitthvað forskot á næstunni, þá er góður möguleiki að halda því út tímabilið. Það hlýtur að vera markmið mitt í næstu mótum", sagði Hamilton og vill greinilega nýta slagkraftinn úr síðustu tveimur mótum. "Mér finnst ég hafa ekið vel allt tímabilið. Mér finnst ég sterkari en nokkurn tíma. En tækifærin hafa gefist að undanförnu og ég gríp þau báðum höndum", sagði Hamilton.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira