Ögmundur Jónasson : ASÍ: Icesave er stóriðjustefna Ögmundur Jónasson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun